Leita í fréttum mbl.is

Evrusvæðið er óhagkvæmt gjaldmiðilssvæði

Þessi fyrirsögn er kannski torskilin, en hún segir samt það sem segja þarf um evrusvæðið.

Svæðið er ekki hagkvæmt svæði fyrir sameiginlegan gjaldmiðil ef litið er til helstu viðmiða sem hagfræðispekingar hafa sett fyrir slík svæði.

Með „hagkvæmu“ er hér átt almennt við getu landanna til þess að takmarka þann kostnað sem fylgir gjaldmiðilsbandalagi en nýta sér kostina.

Nokkur helstu atriðin sem sýna að svæðið er óhagkvæmt fyrir einn gjaldmiðil eru þessi:

1. Vinnuafl hreyfist tiltölulega lítið. Þetta sést á því að atvinnuleysi skiptir tugum prósenta á sumum svæðum en er lítið á öðrum.

2. Raunlaun eru lítt sveigjanleg í löndunum og þess vegna eiga þau erfitt með að bregðast við atvinnuleysi. Tilkoma evrunnar hefur jafnvel dregið úr sveigjanleika launa í Evrópu - og þar með stuðlað að sundurleitni.

3. Fjármagn í smásölu er lítt hreyfanlegt á milli landanna. Fólk skiptir við sína sparisjóði eða næsta banka.

4. Hagsveiflur hafa verið mjög misstórar eftir löndum og því hentar ekki sama vaxtastefna.

Fyrir utan þetta sýnir reynslan að vaxtaþróun hefur verið mjög mismunandi á evrusvæðinu og frekar leitað í sundur en saman eins og ætlunin var. Ástæðan er meðal annars mismunandi skuldaþróun einkaaðila og opinberra aðila, sem stafar meðal annars af mismunandi haggerð og hagþróun að öðru leyti. Verðbólguþróunin hefur einnig markast af aukinni sundurleitni síðustu ár.

Þá hefur evrusvæðið skort sterkan ríkissjóð til að hafa að bakhjarli eins og gildir um flesta gjaldmiðla.

Evrusvæðið er því langt í frá að vera hagkvæmt gjaldmiðilssvæði.

Það fylgir því gífurlega mikill kostnaður fyrir stóran hluta álfunnar að hafa þennan sameiginlega gjaldmiðil. Skýrast kemur kostnaðurinn fram í miklu atvinnuleysi, en einnig í mismunandi viðskiptajöfnuði landanna og mismunandi eignamyndun og skuldasöfnun.

Síðustu spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins benda til þess að sundurleitnin á milli landanna muni enn aukast á næstu árum og gjáin á milli Þýskalands og annarra landa aukast áfram næstu árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

No shit!!

Þetta voru helstu rökin hjá andstæðingum upptöku evrunnar.

Þeir höfðu óþægilega rétt fyrir sér.

itg (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 151
  • Sl. sólarhring: 153
  • Sl. viku: 1065
  • Frá upphafi: 1118782

Annað

  • Innlit í dag: 137
  • Innlit sl. viku: 958
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband