Leita í fréttum mbl.is

Evrukreppan er konum erfið

strikeeuÞað sér ekkert fyrir endann á evrukreppunni. Framleiðsla dregst saman í mörgum ríkjum álfunnar og áhrifanna verður vart  hjá íslenskum útflutningsfyrirtækjum. Þjóðfélagsástandið er víða orðið erfitt eins og fréttir bera með sér frá Spáni, Grikklandi og víðar.

Evrukreppan bitnar misjafnlega á hinum ýmsu þjóðfélagshópum. Við höfum áður greint hér frá gífurlegu atvinnuleysi meðal ungs fólks í álfunni. Svo mikið atvinnuleysi unga fólksins er gróðrarstía fyrir alls kyns öfgahópa, ekki hvað síst ýmsa fasistahópa sem fara nú reglulega um í hópum í mörgum stórborgum Evrópu.

Það hefur ekki borið mikið á því í umræðunni, en evrukreppan virðist bitna fremur á konum en körlum. Einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessu í sænskum fjölmiðlum er Mikael Gustafsson, sem situr á Evrópuþinginu fyrir Vinstriflokkinn og stýrir þar jafnréttisnefnd.

Gustafsson segir að efnahagsstefna evruríkjanna hafi beðið skipbrot. Hún hafi stöðugt gert ástandið verra, eða með hans orðum í lauslegri þýðingu og endursögn:

Það er venjulegt fólk sem borgar reikninginn fyrir mistök bankanna og fjármálaspekúlantanna. Svokallaðar efnahagsumbætur evruríkjanna eru nefnilega þannig útfærðar að ómögulegt er að beita hinu opinbera sem skyldi og því er starfsemi þess öll skorin við trog.

Konur eru umfram aðra háðar því að opinberi geirinn virki sem skyldi. Konur eru í meirihluta starfsmanna hins opinbera og auk þess eru það fyrst og fremst konur sem verða launalaust að sjá um börn og aldraða ættingja sem hið opinbera sinnir ekki lengur vegna sparnaðarkröfu ESB. Það er því ekki nóg með að konur missa atvinnu umfram aðra heldur þurfa þær að sinna í ríkari mæli þeim sem minna mega sín og hið opinbera hefur yfirgefið.

Innri markaður Evrópusambandsins leysir ekki þessi vandamál. Þvert á móti grefur hann undan félagslegu öryggi í álfunni og þrengir að umönnunar- og skólastarfi. Konur fara í meiri mæli inn á heimilin aftur, bæði konur úr einkageiranum og opinbera geiranum, og sinna þar ættingjum sínum kauplaust – og borga þar af leiðandi enga skatta heldur. Skattar hins opinbera dragast saman – og kalla á enn meiri niðurskurð. Það eru afleiðingar af sparnaðarráðstöfunum ESB-landanna.

Í þessu þjóðfélagsástandi sem einkennist af reiði, fátæktarbasli og hræðslu vaxa fasískar tilhneigingar meðal ýmissa hópa. Almenningur er látinn blæða á meðan þeir sem stjórnuðu málum og leiddu til kreppunnar komast hjá því að borga og geta jafnvel skotið stórfé undan. Slíkt hefur skapað mikla reiðiöldu. Víst er að evrópskar konur eru ekkert kátar yfir þessu.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 193
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 1637
  • Frá upphafi: 1120093

Annað

  • Innlit í dag: 166
  • Innlit sl. viku: 1383
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 158

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband