Leita í fréttum mbl.is

Kleyfhuga forysta VG í ESB-málum

Hún er skondin heilaleikfimin sem forysta VG iðkar. Forystan og flokkurinn er opinberlega á móti því að Ísland gangi í ESB. Með umsókninni og aðlögunarferlinu er forystan hins vegar búin að samþykkja að vinna að því öllum árum að Ísland fari inn í Evrópusambandið.

Þorsteinn Pálsson segir svo í Fréttablaðinu í dag:

Á liðnu sumri samþykkti VG í ríkisstjorn, án fyrirvara gagnvart Evrópusambandinu, að Ísland stefndi markvisst að því að innleiða evruna. VG getur ekki horfið frá þessari stefnu fyrir kosningar nema segja sig úr ríkisstjórninni.

Tómas Ingi Olrich segir um svipað efni í Morgunblaðinu í dag: 

Á meðan við „höldum sjó“ í aðlögunarferlinu, er látið sem hægt hafi á ferðinni. En lestin heldur samt áfram, með sínu silalega göngulagi. Fremst í flokki arkar Summa diplómatískra lasta og teymir þungklyfjaðan asnann. Í fótspor hans fetar utanríkisráðherrann og bíður klókur betri tíma. Þétt að baki honum kemur formaður VG og hefur dregið merkið í hálfa stöng. Þar á eftir fer lúðurblásarinn.

Til viðbótar má nefna að ef þessu ferli verður haldið áfram og svo færi að VG yrði í ríkisstjórn og samningur við ESB yrði kláraður, þá yrðu ráðherrar VG að samþykkja þann samning fyrirvaralaust áður en þeir myndu vísa honum til þjóðarinnar. Það er ekki hægt að vísa samningnum beint til þjóðarinnar - og rétt er að muna að slík atkvæðagreiðsla er að forminu til ráðgefandi.

Forysta VG er því mjög kleyfhuga í þessu máli. Spurning hvort ekki megi kalla þetta pólitískan geðklofa á háu stigi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 128
  • Sl. sólarhring: 456
  • Sl. viku: 1572
  • Frá upphafi: 1120028

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 1333
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband