Leita í fréttum mbl.is

Veisluferðir íslenskra fyrirmenna til Brussel

Hluti af áróðurstaktík ESB til að lokka Íslendinga inn í sambandið er að bjóða lykilhópum í veisluferðir til Brussel. Þetta eru hópar blaðamanna, námsmanna, fræðimanna, skólastjórnenda og sveitarstjórnamanna svo nokkuð sé nefnt, fyrir utan alla ríkisstarfsmennina sem sitja á löngum fundum með embættismönnum og sérfræðingum í mörgum ESB-löndum.

Svona ferðir hafa oft áhrif á fólk.

Tómas Ingi Olrich skrifar um þetta í ágætri grein sem Morgunblaðið birtir í dag. Þar segir hann meðal annars:

Sveitarstjórnarmenn fjölmenna í kynnisferðir til höfuðstöðva ESB og hafa gert lengi. Þetta eru huggulegar samkundur fyrir þá sem kunna að meta sæmilegan mat og þokkaleg borðvín. Fáir hópar eru sannfærðari um að kíkja beri í pakkann og sjá hvað kemur út úr „samningnum“, þótt samninganefndin sé ófær um að upplýsa þjóðina um að samningar eigi sér stað. Skólastjórnendur fá IPA-styrki frá ESB. Þeir eru ætlaðir til að veita umsóknarríkjum aðstoð við að uppfylla skilyrði til að gerast aðilar að ESB. Á sama tíma eru fjármunir skornir niður við trog af menntamálaráðherra. Auðvitað er margt um manninn innan skólanna, sem vill frekar eitthvað en ekkert. Laun kennara eru orðin svo léleg að engu er líkt, berstrípaðir dagvinnutaxtar gilda, yfirvinna minnkuð og bekkir stækkaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 151
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 1065
  • Frá upphafi: 1118782

Annað

  • Innlit í dag: 137
  • Innlit sl. viku: 958
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband