Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben telur ESB-málið vera dautt

Það verður ekki annað séð á þessari frétt en að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telji ESB-málið vera dautt.

Staðfastur meirihluti þjóðarinnar vill ekki að Ísland verði hluti af ESB.

Meirihluti Alþingis vill ekki að Ísland gerist aðili að ESB hvort sem litið er á núverandi stöðu eða miðað við skoðanakannanir.

Það er því best að hætta þessari aðlögunarþvingun að ESB sem fyrst. Annað er ólýðræðislegt.


mbl.is Ekki meirihluti fyrir ESB næsta kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var það allt frá byrjun.

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2013 kl. 16:51

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Skiptir voða litlu hvað Bjarni telur. Krafan er alveg ljós; það verður að ljúka samningum og láta þjóðina kjósa um samninginn. Bjarni hefur þar bara eitt atkvæði rétt eins og ég.... hef ég annars misst af einhverju, eigum við ekki að heita jöfn, einn maður eitt atkvæði

Atli Hermannsson., 25.2.2013 kl. 18:11

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Atli, VERÐUR að kjósa um samninginn? Hvernig færðu það út? Ef eitthvað VARÐ að gera til að standa við stjórnarskrá og lög, þá URÐUM við að kjósa um það hvort lagt yrði upp í þessa bjarmalandsför í upphafi. Að auki sýndu skoðanakannanir að 75% þjóðarinnar vildi það.

Það var frumskilyrði að spyrja þjóðina að því hvort hún vildi ganga í Evrópusambandið. Ríkistjórnin ákvað að gera það ekki vegna þess að hún vissi að yfirgnævandi meirihluti vildi það ekki.

Sérðu eitthvað skylt við lýðræði í slíkum vinnubrögðum?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2013 kl. 19:41

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það voru framin landráð vegna ESB og það voru framin landráð samkvæmt hegningalagakaflanum X og lög um ráðherraábyrgð voru brotin líka. Þetta fólk verur á svara fyrir rétti ekki baralandsrétti heldur almennum rétti. Loksins getum við horft fram á við. Við megum ekki gleyma að horfa á kannanir ESB sjálfra. Þeir segja að aðeins 26% með aðild og aðeins 9% af þeim sér sterklega fylgjandi aðild. Þetta þýðir í mínum augum að 70 til 80% vilja ekkert með ESB að gera.

Valdimar Samúelsson, 25.2.2013 kl. 22:15

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Jón Steinar, og þið andstæðingar ESB aðildar verðið að fara að átta ykkur á einu. Mér og sennilega flestum sem vilja sjá samninginn er alveg slétt sama hvað ykkur kann að finnast og hvernig þið metið stöðuna á hverjum tíma. Þær vangaveltur eru mér og fleirum nákvæmlega einskis virði. Það eina sem skiptir mig máli er samningurinn, hvað stendur í honum og láta síðan þjóðina meta kosti hans og galla - eins og lög kveða á um að gera skuli. Ef það verður ekki gert sitjum við uppi til eilífðar með óuppgert mál og getgátur sem fylgja mun þjóðinni inn í hið óendanlega - og það er ekki í boði.

Atli Hermannsson., 25.2.2013 kl. 22:49

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er leitt þegar menn sjá ekki. Atli númer eitt þá er ESB aðild ekki það sem þjóðin vill. Má ég spyrja þig.? Ég þú átt hús sem þú ætlar ekki að selja. Myndir þú fara um allan hem til að fá tilboð í það. Hvað þá ef þú býrð í húsi sem þú átt ekkkkkki myndir þú reyna að selja það. Aftur spurning. Ef landslög segðu að þessar athafnir væru ólöglegar sem þær eru myndir þú samt gera þetta. Ég veit að þetta eru barnalegar spurningar en því frekar ætti að vera auðvelt að svara þeim.  

Valdimar Samúelsson, 25.2.2013 kl. 23:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Atli okkur ESB andstæðingum er líka alveg fjandans sama um hvað þið eruð að spá og vilja.  Þið eruð að fara á taugum núna af því að þið sjáið fram á að draumurinn um innlimun er ekki á dagskrá lengur.  Því það er enginn samningur í farvatninu.  Einungis innlimun aðlögun og upptaka regluverks ESB, hve oft þarf að tyggja þetta ofan í ykkur svo þið skiljið, þetta kemur frá ESB sjálfu og var sent til allra þingmanna til áréttingar um að hér eru ekki samningar í boði heldur einungis aðlögun.  Ég veit ekki hvað þið haldið að þið séuð rúml. 300.000 manna þjóð sem sækist eftir inngöngu, að halda að við séum í einhverri pissukeppni um góða bita til að samþykkja.  Reynið að lesa þennan bækling. http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2013 kl. 23:59

8 Smámynd: Elle_

70% þjóðarinnar vill þetta ekki og ætli okkur sé bara ekki líka slétt sama hvað þér finnst, Atli Hermannsson??  Get sagt fyrir mig að mér er alveg nákvæmlega sama hvað röklausum mönnum finnst.  Það er alfarið þitt vandamál ef þú fylgist ekki með fréttum og lest ekki málsgögnin og sáttmálana.

Við erum ekki með neitt 'óuppgert mál', bara ekki neitt.  Það lá alltaf fyrir hvað ESB innganga Íslands og yfirtaka ESB yfir Íslandi þýddi og ekki er verið að semja um nokkurn skapaðan hlut sem skiptir fullvalda ríki nokkru máli.

Elle_, 26.2.2013 kl. 00:03

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Elle, að sjálfsögðu á ykkur andstæingum ESB að vera slétt sama um hvað mér finnst - enda snýst málið ekki um mínar prívat skoðanir. Heldur þá einföldu staðreynd að það eru lög í landinu sem meirihluti þingmanna samþykkti; um að leita skuli samninga við ESB og láta þjóðina síðan greiða atkvæði um þann samning. Og á meðan því hefur ekki verið breytt er tómt mál að ætlast til þess að farið sé að því hvað ykkur finnst eða hvað skoðannakannanir kunna að segja. Minni einnig á að aðeins einu ári fyrir inngöngu Svía í sambandið sýndu kannanir ítrekað aðeins 15-20 % fylgi.

Ásthildur, mér finnst ekki til of mikils mælast að þeir sem gegna trúnaðarstörfum fyrir ákveðna stjórnmálahreifingu reyni að halda málflutningi sínum eitthvað í námunda við auglýsta kjarnastefnu viðkomandi samtaka.

Valdimar, ég verð að hryggja þig, ég svara ekki barnalegum spurningum nema þær komi sannarlega frá börnum.

Atli Hermannsson., 26.2.2013 kl. 00:46

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Heldur þá einföldu staðreynd að það eru lög í landinu sem meirihluti þingmanna samþykkti; um að leita skuli samninga við ESB og láta þjóðina síðan greiða atkvæði um þann samning."

Það eru engin lög um umsókn að Evrópusambandinu.

Það er aftur á móti Þingsályktun um umsókn að Evrópusambandinu sem er skör lægra en lagasetning enda hefur forseti ekki aðkomu.

Þingsályktanir eru viljayfirlýsingar Alþingis sem sæta sérstakri meðferð.

Eggert Sigurbergsson, 26.2.2013 kl. 18:12

11 Smámynd: Atli Hermannsson.

Eggert, takk fyrir að leiðrétta mig, rétt skal vera rétt.

Atli Hermannsson., 27.2.2013 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 2111
  • Frá upphafi: 1188247

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1921
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband