Föstudagur, 1. mars 2013
,,Fávitar'' skilja ekki mun á þvingaðri aðlögun að ESB og venjulegum breytingum á reglum
Það hefur farið eitthvað fyrir brjóstið á ESB-aðildarsinnum að rætt sé um hina þvinguðu aðlögun sem felst í hinum svokölluðu aðildarviðræðum. Hin þvingaða aðlögun felst í því að Íslendingum er ætlað að uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins, þ.e. öll skilyrði væntanlegs samnings, áður en samningur er samþykktur.
Margir aðildarsinnar hafa áttað sig á þessu á síðustu misserum og mánuðum, en enn eru þó nokkrir sem vilja ekki skilja muninn á þessari þvinguðu aðlögun á meðan á viðræðum stendur og venjulegum breytingum á lögum og reglum.
Þetta sést á því að þeir halda því fram að Íslendingar hafi verið í aðlögun að ESB frá því þeir gerðust aðilar að EFTA og að hert hafi á aðlöguninni með EES-samningnum; á þessu og aðlögun nú sé enginn munur. Annað hvort skilja aðildarsinnar ekki muninn á fullri aðild að ESB og aðild að EFTA og EES, eða þeir líta bara þannig á að EFTA og EES séu ekkert annað en áfangar á leið inn í ESB.
EFTA og EES eru hins vegar fyrirbæri sem líta verður á sjálfstætt og óháð ESB-aðild.
Umræðan um að þjóðin eigi að fá að sjá hvernig mögulegur aðildarsamningur kemur til með að líta út er því tómt bull vegna þess að ferlið krefst þess að Íslendingar uppfylli samninginn áður en af honum geti orðið.
Þetta eru því í raun engar samningaviðræður heldur hrein og klár þvinguð aðlögun og þetta er allt annað en felst í aðild að EFTA eða EES.
Líklega þurfa ESB-aðildarsinnar að fara á námskeið í Evrópufræðum til að skilja muninn. Alltént tala þeir sumir eins og fávitar í þeim efnum núna.
Athugasemd: Með orðinu fáviti hér er verið að vísa til orðanotkunar á vef Evrópusamtakanna í dag og orðið sett innan gæsalappa til að sýna í raun vanþóknun á þessari samræðuaðferð.
Nýjustu færslur
- Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 14
- Sl. sólarhring: 524
- Sl. viku: 2386
- Frá upphafi: 1188756
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 2169
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki verður annað séð af þessu greinarkorni að það sé almenn skoðun í Heimsýn að þeir sem ekki deila alfarið skoðunum með Heimsýnarfélögum séu FÁVITAR!
Það eitt og sér segir meira um félagsskapinn Heimsýn en meinta "fávita".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.3.2013 kl. 16:50
Rétt Axel, þessi pistill er skrifaður í sameiningu af öllum félögum Heimsýnar, og ályktun þín um að allir Heimsýnarmenn séu vondir og kalli andstæðinga sína fávita er því réttmæt.
Ekki deili ég þessari skoðun allra Heimsýnarmanna, enda ekki Heimsýnarmaður, en verð þó að segja að sumir ESB sinnar séu algerir fávitar. Sérstaklega þeir sem ekki skilja það finlega háð sem finna má í þessum pistli.
Ekki er rétt að útskýra brandarann, heldur frekar bíða eftir fleiri ofurhneyksluðum Samspillingum, sem froðufella í magnvana bræði eins og heilagur Batoszek.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 17:44
Til skýringar hér skal nefnd að orðið „fáviti“ er í fyrirsögn innan eins konar gæsalappa og er þar vísað til greinarkorns sem er á vef Evrópusamtakanna. Þar eru þeir kallaðir fávitar sem hafa ekki sama skilning og tilteknir einstaklingar þar á bæ.
Því er umvöndundarkveðjum hér að ofan vísað til föðurhúsanna - eða skulum við segja - til Evrópuhúsanna.
Heimssýn, 1.3.2013 kl. 17:52
Orðið „nefnd“ á að vera „nefnt“ - og til nánar skýringar þá er ívitnuð grein hér: http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1285574/ :
Pawel Bartoszek: Óþarfi að láta eins og fáviti!
Heimssýn, 1.3.2013 kl. 17:54
Sjá einnig um fjöllun um þetta á Eyjunni - hér: http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/03/01/thad-tharf-enginn-ad-elska-brussel-thad-er-samt-otharfi-ad-lata-eins-og-faviti/
Heimssýn, 1.3.2013 kl. 18:00
Hér er líka umfjöllun um það hvernig ESB-sinnar velja þeim nöfn sem eru ekki sammála þeim:
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1285605/
Það ætti nú að vera ljóst að framsetning á fyrirsögn í greininni hér að ofan er með þeim hætti að það er verið að gagnrýna málfutning ESB-sinna.
Heimssýn er síður en svo þeirrar skoðunar að þeir sem ekki taka undir með samtökunum séu það sem Pawel kallar sína skoðanaandstæðinga.
Þessi grein ætti að verða Evrópusamtökunum hvatning til að skoða aðeins framsetningu þeirra skrifa sem birtast á vefnum hjá þeim.
Heimssýn, 1.3.2013 kl. 18:09
Nú er Heimsýn búin að útskýra háðið í fjórum innleggjum. Þar með ætti helmingur Samspilltra ESB sinna að ná þessu.
Restin, Bloggarar hinnar heilögu vandlætingar, nær þessu aldrei.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 18:53
Já einmitt hehehehe...
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2013 kl. 19:38
Þeir sem rötuðu á INN,í kvöld sáu snerru sjónvarpsstjóra og jóns Snæhólm,s heimastjórninni,svona milli vina,Ingvi Hrafn vildi sjá samninginn,en Jón sagðist vita hvað í honum væri. Furðulega fáir gera sér grein fyrir að ESB krefst þess að Íslendingar uppfylli samninginn,áður en af honum geti orðið,er alltaf að reka mig á það.
Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2013 kl. 23:58
,,Hin þvingaða aðlögun felst í því að Íslendingum er ætlað að uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins, þ.e. öll skilyrði væntanlegs samnings, áður en samningur er samþykktur."
það er einfalt að afsanna þetta og það á þúsund vegu. það nægir þó að nefna, að ef þetta væri rétt, þá væri Ísland aðili að dreifbýlis og landbúnaðarstykjum ESB - áður en Aðildarsamningur að Sambandinu væri samþykktur.
Jafnvel ,,fávitar" hljóta nú að fatta hve mikið húmbúkk umræðan er svokölluð heimssýn hefur staðið fyrir varðandi ESB.
það er margbúið að fara yfir þetta aðlögunnarblaður heimssýnar og jafnoft afsanna. Sem vonlegt er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2013 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.