Leita í fréttum mbl.is

Evran í höftum á Kýpur

no_euFróðlegt verður að sjá útfærsluna á þeim viðskiptahöftum sem rætt er um að setja eigi á bankana, en væntanlega er þetta einhvers konar útfærsla á gjaldeyrishöftum. Eins og myndir bera með sér, þar sem sýnt er frá mótmælum og örvæntingarfullum sparifjáreigendum, er ástandið ekki gott í evruríkinu Kýpur.

Efnahags- og myntbandalagi Evrópu tókst ekki að koma í veg fyrir þennan aðsteðjandi vanda og forsvarmönnum bandalagsins og Seðlabanka Evrópu hefur reynst erfitt að bæta úr nú þegar þessi sprengja hefur sprungið.

Svo virðist sem bankar hafi verið alveg eða að mestu lokaðir í vikunni og fróðlegt verður að fylgjast með því sem gerist eftir helgina.

Samúð okkar Íslendinga er öll með Kýpverjum þessa stundina - ekki rétt?

Hér má í lokin einnig vekja athygli á því sem hagfræðingurinn Paul Krugman segir i dag um að Kýpverjar ættu að grípa til áþekkra ráða og Íslendingar gerðu eftir hrun bankanna. Hinn nýi vefur www.neiesb.is greinir frá því að Krugman hafi sagt á bloggsíðu sinni að Kýpur sé jafnvel enn betur fallið til að grípa til þeirra aðgerða sem Íslendingar hafi gripið til í kjölfar bankahrunsins hér á landi en Ísland á sínum tíma. Athyglisvert það.


mbl.is Kýpverjar samþykkja „samstöðusjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 152
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 930
  • Frá upphafi: 1118608

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 833
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband