Leita í fréttum mbl.is

Hvert flæða peningarnir í Evrópu?

Hvar er best fyrir Evrópubúa að geyma peningana sína núna? Það er spurning sem greinilega er ofarlega í huga margra eftir aðgerðirnar á Kýpur. Eins og fyrirsagnir vefmiðla sem vitnað er í hér í hægri dálki undir RSS-straumar bera með sér eru vangaveltur um að ríkir Rússar flytji peninga sína frá Kýpur til Lettlands. Aðrir óttast að fé muni nú flæða frá Evrópu.

Lettar neita því að rússagullið leiti nú í auknum mæli til þeirra, en þó er vitað að um helmingur af öllum innlánum í lettneskum bönkum er í eigu útlendinga og þá einkum íbúa fyrrum Sovétlýðvelda.

Nú er komið í ljós að fjárflótti hófst fyrir nokkru úr bönkum á Kýpur. Þannig eru nú birtar tölur um að í síðasta mánuði hafi um milljarður evra af sparnaði verið fluttur úr landi.

Þá má líka sjá að yfirvöld á Möltu, Lettlandi, Lúxemborg og Slóveníu sverja af sér að bankakerfið í þessum löndum líkist nokkuð því sem er á Kýpur, en Financial Times fjallaði um það í fyrradag.

Það eru því enn miklar hræringar í bankakerfum Evrópulanda og ekki útséð hvenær né hvar þær muni enda að þessu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

ESB var stofnað til höfuðs sameiginlegu bandaríkjum....Bandaríkin eru alltaf með fjárlög...ég hef aldrei séð neinar tölur frá ESB um hvernig þetta bandalag er rekið...fyrst kommúnistarnir í ríkisstjórn Íslands vilja þarna inn....af hverju er ekki gerð krafa um hvernig staða sambandsins er í raun.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 30.3.2013 kl. 11:58

2 Smámynd:   Heimssýn

Endurskoðendur ESB hafa alltént ekki verið auðfengnir til að skrifa undir ársreikninga sambandsins.

Heimssýn, 30.3.2013 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 86
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 2021
  • Frá upphafi: 1184428

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 1741
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband