Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Harðar gefur evrur Heimssýnar (NB! aprílgabb)

Bjarni Harðarson, bóksali, frambjóðandi og gjaldkeri Heimssýnar hefur ákveðið að gefa gestum sem koma í bókakaffi hans í dag 20 evrur með hverri bók sem keypt er. Málið er að þetta eru ónotaðir dagpeningar sem sendinefnd Heimssýnar sem fór í heimsókn til Brussel á dögunum tókst ekki að eyða í borginni þar eð henni var haldið uppi á kostnað ESB alla dagana sem heimsóknin stóð yfir.

Bjarni gjaldkeri krafðist þess að sendinefndin skilaði þá peningunum því hann taldi sig þurfa að skila ónýttum gjaldeyri í samræmi við fjármagnshöft gjaldeyrislaga. Eftir athugun segist Bjarni hafa komist að því að fyrst ferðin var farin þurfi ekki að skila ónotuðum farareyri. Hann segist ekki geta fengið sig til að setja evrur inn á reikning í nafni Heimssýnar og hafi því ákveðið að gefa seðlana.

- Þetta er hvort eð er nánast verðlaust rusl og ég lít nú frekar á þetta sem minjagrip en gjaldmiðil, segir Bjarni þegar Heimssýnarbloggið hafði samband við hann.
- Ég kæri mig ekkert um að hafa þessar evrur of lengi undir höndum og því hef ég ákveðið, frekar en að henda þessu, að nota tækifærið og gefa þær sem minjagrip með hverri seldri bók í Bókakaffinu mínu í dag. Kannski næ ég að spjalla dálítið um pólitíkina við kaupendur í leiðinni, - sagði Bjarni að lokum.

Bjarni bætti því við að þeir sem ekki kæmust í dag, en vildu fá bók og evruminjagrip, gætu lagt inn pöntun í síma 155 og hann myndi halda bókinni og seðlinum til haga fyrir viðkomandi næstu daga.

VIÐBÓT 2. APRÍL: EINS OG FLESTIR HAFA NÚ ÁTTAÐ SIG Á VAR ÞETTA SKRIFAÐ Í TILEFNI AF 1. APRÍL!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 128
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 2063
  • Frá upphafi: 1184470

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 1777
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband