Mánudagur, 1. apríl 2013
Byggingargallar Efnahags- og myntbandalags Evrópu
Það er innri gerð Efnahags- og myntbandalags Evrópu sem er ein meginástæða skuldavanda jaðarríkjanna í bandalaginu. Sjálf hugmyndafræði bandalagsins byggir auk þess á mjög ótraustum fræðilegum grunni.
Þetta er álit finnska stjórnmálafræðiprófessorsins Heikki Patomäki en það kemur fram í bókinni Evrusvæðishörmungin mikla (The Great Eurozone Disaster). Í bókinni segir höfundur frá því að grunnmeinsemd evrusamstarfsins sé hið mikla misræmi sem sé á viðskiptum innan svæðisins og sýni sig í því að mikill og uppsafnaður viðskiptahalli valdi skuldabasli í Grikklandi, Portúgal, á Spáni, Írlandi og Ítalíu. Á sama tíma búi lönd eins og Belgía, Austurríki, Finnland, Þýskaland, Holland og Lúxemborg við mikinn og uppsafnaðan viðskiptaafgang og meðfylgjandi eignamyndun. Aðeins viðskiptaafgangur Þýskalands sé á við landsframleiðslu minni evruríkjanna.
Evrusamstarfið gerir Þjóðverja ríkari en Grikki fátækari
Ástæðan fyrir þessu misvægi er meðal annars sú að verðþróun hefur verið mismunandi á evrusvæðinu. Verðhækkanir hafa almennt verið meiri á jaðarsvæðunum en í kjarnaríkjunum. Þannig hefur Þjóðverjum tekist að semja um laun á hógværari nótum en öðrum. Fyrir vikið hefur framleiðslukostnaður í Þýskalandi hækkað minna en víðast annars staðar og samkeppnisstaða útflutningsiðnaðar þeirra batnað sem því nemur. Þeir flytja því meira út fyrir vikið. Það er aðeins eitt ríki, Frakkland, sem hefur haldið sig við það viðmið að laun hækki ekki um meira en sem nemur verðbólgumarkmiði að viðbættri aukningu í framleiðni vinnuafls. Samt á Frakkland nú í vaxandi vanda.
Þetta misvægi virkar kannski ekki stórt á hverju ári og í fyrstu var lítið um það rætt, en safnast þegar saman kemur. Með árunum hefur þetta orðið að verulegu vandamáli sem ekki aðlagast í gegnum gengisbreytingar á mörkuðum eins og hefði gerst ef löndin væru með sinn eigin gjaldmiðil. Það hefur heldur ekki verið hægt að laga þetta ójafnvægi í gegnum opinber fjármál ESB, því byggðastyrkir þess eru svo litlir í þjóðhagslegu samhengi að þeir skipta þar engu máli. Ef ESB hefði verið ríki með eigin skatta og útgjaldaákvarðanir hefði verið hægt að milda áhrifin á þann hátt.
Fjármálakreppan árin 2007-2008 og síðar jók á þennan vanda, því hin skuldugu jaðarríki stóðu þá frammi fyrir því að vextir hækkuðu samtímis því sem efnahagsumsvif og skatttekjur hins opinbera minnkuðu. Skuldirnar urðu því illa viðráðanlegar hjá nokkrum ríkjanna. Aðgerðir að kröfu ESB, sem oft eru hluti af svokölluðum björgunaraðgerðum sem innihalda miklar aðhaldsaðgerðir, hafa aukið samdráttinn og atvinnuleysið á Grikklandi og víðar með því að draga stórkostlega úr almennri eftirspurn í viðkomandi löndum. Á það hefur margoft verið bent að skilvirkasta og fljótvirkasta aðferð fyrir evrusvæðið út úr kreppunni væri að ýta undir eftirspurn og verðbólgu í Þýskalandi og öðrum kjarnaríkjum, en Þjóðverjar taka slíkt ekki í mál.
Vafasöm kenning Mundells um myntsvæði
Patomäki minnir á að hugmyndafræði Efnahags- og myntbandalags Evrópu byggi á kenningum bandaríska hagfræðingsins Roberts Mundells um hagkvæm myntsvæði. Patomäki minnir á að kenningar Mundells hafi ekki byggst á miklum rannsóknum heldur verið hugsmíð hans sem byggð var á ákveðnum pólitískum forsendum. Margir hagfræðingar hafa á undanförnum gagnrýnt kenningu Mudells út frá ýmsum forsendum, m.a. þeirri að ekki sé hægt að nota hana sem mælikvarða á það hvort ríki eigi að ganga í myntsamstarf eða ekki. Þannig hafa fylgjendur ESB- og evrusamstarfs svarað því til að kenning Mundells ein og sér sé ekki algildur mælikvarði á ágæti myntsamstarfs þegar bent hefur verið á að evrusvæðið uppfylli alls ekki skilyrðin fyrir hagkvæmu myntsvæði, s.s. um hreyfanleika vinnuafls, en sem kunnugt er hreyfist atvinnulaust vinnuafl ekki auðveldlega á milli svæða í Evrópu, þvert á það sem eitt af aðalatriðum kenningarinnar. Þessi kenning var samt ein af meginforsendum fyrir upptöku evrunnar og Mundell var sjálfur svo bjartsýnn í upphafi evrusamstarfsins að hann spáði því árið 2000 að árið 2010 hefðu fimmtíu ríki tekið upp evruna, auk þess sem flest ríki í Suður-Ameríku væru komin með Bandaríkjadal og mörg ríki í Asíu með japanskt jen.
Byggingarsteinar evrunnar eru feysknir. Seðlabanki Evrópu reynir að fara í kringum lagaákvæði um bankann með því að kaupa upp evruskuldabréf aðildarríkjanna og lina þannig skuldaþjáningar þeirra um stund. Það má segja að þar brjóti nauðsyn lög. Vandamál evrusvæðisins eru þó síður en svo leyst, eins og hræringarnar í kringum bankakreppuna á Kýpur sýna. Ýmsir telja að lausnir ESB-ríkjanna dugi ekki til lengdar. Patomäki er þeirrar skoðunar. Nánar um það síðar.
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 159
- Sl. sólarhring: 242
- Sl. viku: 2094
- Frá upphafi: 1184501
Annað
- Innlit í dag: 145
- Innlit sl. viku: 1808
- Gestir í dag: 139
- IP-tölur í dag: 134
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandamál EU landanna Grikklands og Kýpur er hið sama og vandamál Íslands fyrir Davíðshrunið; SPILLINGIN.
Fyrir neðan má finna link í blaðagrein með fyrirsögninni;
„Schwere Vorwürfe gegen Zyperns Staatspräsident.
Die Familie des zypriotischen Staatspräsidenten Nikos Anastadiadis soll, drei Tage bevor die Entscheidung zur Zwangsabgabe fiel, Geld aus dem Land geshafft haben.“
Ættinngjar forsetans eiga að hafa flutt rúmlega 21 milljón Evra frá Kýpur til Englands þremur dögum fyrir lagasetninguna um skattinn.
Ekki ósvipað því sem hér var í gangi allt frá 2006, þegar innmúraðir og innvígðir vissu hvert stefndi.
http://bazonline.ch/ausland/europa/Schwere-Vorwuerfe-gegen-Zyperns-Staatspraesident-/story/10521421
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 16:13
Spilling fylgir oft kreppum en eru yfirleitt ekki ástæða þeirra. Algeng ástæða þess að farið er yfir mörk hins leyfilega þegar kreppa steðjar að er að aðilar nota ýmsar leiðir, líka óleyfilegar, til þess að bjarga sér og sínu fjármagni,samanber lýsinguna hér að ofan. Slík hegðun er afleiðing kreppunnar en ekki orsök.
Heimssýn, 1.4.2013 kl. 19:22
Spilling er afleiðing kreppunnar, ekki orsök, skrifar Heimssýn. Dæmalaus fáfræði! Spilling er einn mesti hnignunarvaldi sem hugsast getur og er búin að lifa góðu lífi í Grikklandi og Kýpur í áratugi.
Spilling hefur einnig alltaf verið til á klakanum, en náði nýjum hæðum með einkavinavæðingu bankanna og síðan útrássinni sem henni fylgdi.
Skrif Heimssýnar minna mig á grein eftir Hermann Guðmundsson, N1 forstjóra, sem taldi eðlilegt að Baldur Guðlaugsson notaði innherjaupplýsingar til að bjarga "sparnaði fjölskyldunnar".
Svona mórall er lágkúrulegur og merki um veikan karakter.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 19:57
Það þarf kannski að lesa betur textann, en til nánari skýringar er almennt talað um kreppu þegar framleiðsla dregst saman í ákveðinn tíma. Efnahagskerfið gengur í gegnum hæðir og lægðir og við tölum um þessar lægðir sem kreppur. Það er ekki hægt að tala almennt um það að spilling valdi kreppum, þótt spilling geti verið til staðar bæði í góðæri og hallæri. Þegar sagt er hér að ofan að spilling fylgi oft kreppum en sé að jafnaði ekki ástæða þeirra er bara verið að vitna til margs konar skýrslna - og gott ef þetta kemur ekki fram í rannsóknarskýrslu Alþingis - að þegar niðursveiflan hefst þá grípa ýmsir til alls kyns ráða til að bjarga sér og sínum. Með þessu er ekki verið að segja að einhver spilling kunni ekki að hafa verið á Kýpur eða Grikklandi á góðæristímum fyrir núverandi kreppu. En það er ekki hægt að halda því fram að það sé spilling einhverra hópa í fáeinum löndum sem valdi evrukreppunni. Sá áróður er hins vegar ekki óalgengur úr herbúðum þeirra sem enn trúa á að evrusvæðið sé fyrirheitna landið.
Heimssýn, 1.4.2013 kl. 22:39
Flestum evruríkjum hefur gengið prýðilega með evru. Þau sem hafa lent í vandræðum geta sjálfum sér um kennt. Þau munu læra af reynslunni enda vilja þau umfram allt halda áfram með evru.
Til að njóta kosta þess að hafa evru þarf að gæta þess að semja ekki um launahækkanir umfram það sem efnahagslífið þolir og að uppræta spillingu sem mergsýgur almenning í þessum löndum.
Einnig þarf að gæta þess að safna ekki of miklum skuldum svo að skuldir verði ekki óviðráðanlegar þegar samdráttur skellur á.
Allt eru þetta mikilvæg atriði fyrir þjóðir hvort sem þær eru í ESB eða ekki. Í löndum sem hafa eigin gjaldmiðil er hins vegar hægt að stokka upp á nýtt með gengislækkun.
Almenningur tekur þá afleiðingunum með kjaraskerðingu og eignaupptöku meðan sérhagsmunaöflin hagnast. Eiginn gjaldmiðill veldur því spillingu sem evran upprætir.
Lönd Norður- og Vesturevrópu eru yfirleitt mun óspilltari en lönd Suðurevrópu. Upptaka evru er því mikil áskorun fyrir síðarnefndu ríkin.
Ávinningurinn með evru er gífurlegur og því meiri eftir því sem þjóðirnar eru minni, en því aðeins að þær fylgi leikreglunum. Þær eiga ekki annarra kosta völ en að gera það því að þær vilja ekki kasta evrunni.
Evra hentar öllum löndum sem gæta þess að skuldsetja sig ekki um of og fylgja einföldum hagfræðilögmálum. Mismunandi efnahagssveiflur skipta ekki máli því að í uppsveiflu þarf alltaf að vera undir samdrátt búinn.
Lykillinn að velgengni margra evruríkja er einmitt evran. Með henni fæst mikilvægur stöðugleiki. Þó að gengislækkun geti stundum aukið samkeppnishæfnina er það aðeins til skamms tíma.
Mikilvægara er að hafa stöðugleika til langs tíma svo að fyrirtæki geti gert áætlanir sem standast. Gengisbreyting getur lagt rekstur í rúst. Gengisbreytingar valda gjaldþroti fyrirtækja og koma í veg fyrir stofnun annarra.
Þau fimm lönd ESB þar sem atvinnuleysið er minnst eru öll með evru. Þetta eru lönd af öllum stærðum og gerðum; Austurríki, Lúxemborg, Holland, Þýskaland og Malta. Þau hafa öll góða reynslu af evru.
Ef reglum er fylgt tryggir evran góðan ríkisrekstur, jöfnuð og betri lífskjör. Eigin gjaldmiðill er hins vegar leið fyrir skussa til að komast upp með að varpa afleiðingum gjörða sinna á almenning.
Ég er þó ekki að segja að gengisfellingar krónunnar hafi verið stjórnmálamönnum að kenna. Þær hafa að mestu verið óhjákvæmilegar vegna þess að krónan er ónýt vegna smæðar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.