Þriðjudagur, 23. apríl 2013
Varaborgarfulltrúi lýsir vaxandi félagslegri fátækt í ESB
Það ríkir félagslegt neyðarástand víða um Evrópu, fátækum hefur fjölgað gífurlega og ójöfnuður hefur verið að aukast, sem er afleiðing af aðgerðum Evrópusambandsins.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þorleifs Gunnlaugssonar varaborgarfulltrúa í Morgunblaðinu í dag. Þorleifur greinir þar meðal annars frá ferð sinni til Brussel og viðræðum við embættismenn og forystumenn á ýmsum sviðum.
Þorleifur segir í grein sinni:
Að öðrum ólöstuðum hafði Sarah nokkur King mest áhrif á mig í þessari ferð. Sarah er ráðgjafi á sviði vinnumarkaðsmála hjá Samtökum evrópskra verkalýðsfélaga, ung kona, full af eldmóði og óþrjótandi viskubrunnur um stöðuna í Evrópusambandinu. Sarah var ómyrk í máli um félagslega stöðu almennings og gríðarlegan niðurskurð sem verst kemur niður á þeim sem síst skyldi.
Tólf prósent fólks á evrusvæðinu eru án atvinnu og hafa aldrei verið fleiri. Atvinnuleysi meðal ungs fólks heldur áfram að aukast og í febrúar voru 23,5 prósent fólks undir 25 ára án vinnu. Auk þessa sagði Sarah að um væri að ræða mikið dulið atvinnuleysi sem kæmi til dæmis fram í því að fólki sem væri að koma úr námi væri víða meinað að fara á atvinnuleysiskrá og hún bætti við að það væru meiri líkur á því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast frekar en að minnka.
Félagslegt neyðarástand innan ESB
Sarah tók svo djúpt í árinni að segja að það væri varla hægt að tala lengur um kreppu innan ESB. Það væri nær sanni að segja að þar ríkti félagslegt neyðarástand og hún bætti því við að um alla Evrópu hefði orðið sprenging í fjölgun fátækra og ójöfnuður væri að aukast. Sarah telur að aðgerðir Evrópusambandsins muni leiða til versnandi ástands í Evrópu hvað þessi mál varðar.Vandinn er mestur í suðurhluta Evrópu og skráð atvinnuleysi meðal ungs fólks nálgast 60% í Grikklandi, er yfir 55% á Spáni og sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagt tölurnar vera harmleik fyrir Evrópu. Haft var eftir Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins, nýlega: Evrópa hefur sett mörg hundruð milljarða evra í að bjarga bankakerfi álfunnar, en gæti tapað heilli kynslóð ungs fólks í kjölfarið. Schulz bætti við að úr því að hægt hefði verið að setja 700 milljarða í bankakerfið, þá ætti að vera hægt að setja jafn mikla fjármuni í að koma kynslóð ungs fólks, sem hefur jafnvel aldrei fengið tækifæri til að vinna, til aðstoðar.
En vandans gætir líka norðar og Söruh var tíðrætt um niðurskurð á velferðarkerfinu á Bretlandseyjum en samkvæmt nýlegri skýrslu hefur sá niðurskurður sem fylgir evrópsku fjármálakreppunni komið verst niður á fötluðum einstaklingum sem eru háðir ríkisstyrkjum og félagslegri aðstoð frá sveitarfélögunum.
ASÍ
Alþýðusamband Íslands hefur leynt og ljóst unnið að inngöngu Íslands í Evrópusambandið og forystan talað ákaft í þá veru. Stefna ASÍ í alþjóðamálum snýst nær eingöngu um Evrópusamvinnu og þar segir: Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin fyrir þjóðina. Í stefnunni segir ennfremur: ...að mati ASÍ snýst Evrópusamstarfið um nær allt okkar þjóðlíf. Þar má nefna málaflokka eins og félags- og vinnumarkaðsmál, neytendamál, menntamál, rannsóknir og þróun auk umhverfismála ... ASÍ á aðild að Samtökum evrópskra verkalýðsfélaga ef marka má þá góðu konu, Söruh King. Það eru því hæg heimatök fyrir forystumenn Alþýðusambandsins að leggja þá spurningu fyrir þennan ágæta ráðgjafa á sviði vinnumarkaðsmála innan ESB, hvort hún telji það eftirsóknarvert fyrir íslenskt lágtekjufólk, að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, miðað við þær aðstæður sem þar ríkja í dag.
Nýjustu færslur
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
- Furðufuglar mánaðarins
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 235
- Sl. sólarhring: 451
- Sl. viku: 2668
- Frá upphafi: 1176359
Annað
- Innlit í dag: 208
- Innlit sl. viku: 2413
- Gestir í dag: 201
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sannleikurinn er að brjótast fram undan sauðagærum Samfylkingarinnar, sennilega farin að frussast óþægilega mikið fram, rétt eins og sannleikurinn um "Aðildarviðræðurnar" svokölluðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2013 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.