Miðvikudagur, 24. apríl 2013
Karólína Einarsdóttir: Umsóknarferlið er allt annað en það var sagt vera
Karólína Einarsdóttir segir að það sé verið að lauma okkur inn í Evrópusambandið hægt og rólega. Utanríkisráðherra hafi kallað aðildarferlið hina hljóðlátu byltingu.
Karólína skrifar um þetta yfirgripsmikla grein sem birt er á www.neiesb.is í dag. Grein hennar er endurbirt hér að neðan, en frumbirtingin er hér.
Hin hljóðláta bylting aðildarsinnans ferlið er allt annað en það er sagt vera
24 apríl 2013
Höfundur: Karólína Einarsdóttir
Sótt um aðild á fölskum forsendum
Fyrir fjórum árum, þegar þing kom fyrst saman eftir kosningar var ekkert verið að tvínóna við hlutina, drífa þurfti umsókn að ESB í gegnum þingið og með þumalskrúfum var hún þvinguð í gegn. Fæstir ef nokkrir þessara þingmanna höfðu kynnt sér í hverju slík umsókn væri fólgin eða hvernig samningsviðræður færu fram. Alltaf var talað um að við hefðum skýr samningsmarkmið og við yrðum að fá að skoða hvað væri í boði því fyrr gæti þjóðin ekki tekið afstöðu til aðildar.
En hlutirnir eru ekki svona einfaldir og þarna gerðust þingmenn sekir um afglöp í starfi vegna þess að þeir höfðu greinilega ekki kynnt sér þær breytingar sem höfðu verið á stækkunarferli ESB frá árinu 2000. Það er mesti misskilningur að hægt sé að kanna hvað sé í boði. Það var kannski hægt hérna áður fyrr t.d. þegar Norðmenn sóttu um aðild 1972 og svo aftur 1994, en leikreglurnar eru allt aðrar í dag og hér skal þeim haldið til haga.
Forsaga breytinga á stækkunarferli ESB
Eftir fall kommúnismans fóru Austur-Evrópuþjóðir að sækjast eftir meiri samvinnu við ESB-ríkin og sóttu um inngöngu 1997. Margt greindi þessar þjóðar frá Evrópusambandsríkjum þess tíma og fljótlega kom svo í ljós að þær voru ekki í stakk búnar að gera allar þær breytingar sem gera þurfti, hvorki stjórnsýslulega séð né lagalega vegna þess að kerfi þeirra var svo gjörólíkt ESB og innleiðingin á regluverkinu var allt í senn illa skipulögð, svifasein og dýr.
Nýtt stækkunarferli ESB
Vegna þessara erfiðleika Austur-Evrópuþjóðanna var ákveðið að endurskoða stækkunarferli ESB með það að markmiði að auðvelda umsóknarríkjum að taka upp regluverk ESB. Nýtt kerfi átti einnig að bjóða fram aðstoð bæði til skipulagningar og kostnaðar (nú þekkt sem IPA og TAIEX). Samningar voru ekki um sjálft regluverkið heldur hvernig og hvenær það væri tekið upp og það var ákveðið að í stað þess að aðlögun að sambandinu færi fram eftir inngöngu í sambandið færi hún fram á samningstímanum sjálfum. Haft yrði eftirlit með henni en þannig væri komið í veg fyrir að þjóðir gætu dregið lappirnar í þeim efnum.
Samningaferlið
Regluverkinu er skipt upp í 35 kafla. Samningaferlið hefst á rýnivinnu fyrir hvern kafla sem miðar að því að bera saman lagasafn umsóknarríkisins og ESB. Þetta er gert til þess að sjá hve vel umsóknarríkið er undirbúið að ganga í Sambandið. Út frá þessari vinnu er ákveðið hvort og þá hvaða opnunarskilyrði eru sett við hvern kafla. Áður en viðræður um hvern kafla hefst þarf umsóknarríkið að setja fram sína samningsstöðu eða áætlun fyrir hvern kafla og tilgreina með hvaða hætti og á hvaða tíma það ætli að aðlaga stjórnsýslu og stofnanir og innlima regluverkið. ESB metur hvort planið er raunhæft. Kaflinn er þá opnaður og tímabil aðlögunar tekur við sem ESB fylgist náið með. ESB setur svo einhver skilyrði sem umsóknarríkið verður að fylgja áður en hægt er að loka kaflanum. Önnur mál sem eru rædd á samningstímanum eru hvað umsóknarríkið á eftir að greiða til ESB og hvað það fær til baka í formi styrkja. Þá er hægt að semja um sérstakan aðlögunartíma til að taka upp reglugerðir sem eru umsóknarríkinu erfiðar. Ekki er hægt að loka kaflanum fyrr en öll ESB ríkin eru samþykk því að umsóknarríkið hafi gert nóg til að aðlagast regluverkinu. Tími viðræðna er því mjög mismunandi eftir köflum og löndum og er það mikið undir sjálfu umsóknarríkinu komið hversu hratt hægt er að opna og loka köflunum. Þegar öllum köflum hefur verið lokað þurfa allir að samþykkja hann, bæði ESB-ríkin og umsóknarríkið.
Ferli Íslands
Eftir að ESB samþykkti umsókn Íslands 2010 var farið af stað með rýnivinnuna. Það var svo Íslendinga að koma með samningsmarkmið, þ.e. áætlun hvenær og með hvaða hætti átti að aðlaga það sem ekki samrýmdist regluverki ESB. ESB setti svo Íslandi opnunarskilyrði. Þar sem Ísland er EFTA ríki með EES samning við ESB og hafði þegar innleitt ákveðnar reglugerðir voru 14 kaflar sem lutu að EES opnaðir og átta af þeim var lokað samdægurs. Nú hafa alls 27 kaflar verið opnaðir og 11 verið lokað. Aðlögun að regluverkinu og innlimun stendur því yfir í 16 málaflokkum sem lítið eða ekkert hefur með EES að gera, og köflunum verður ekki lokað fyrr en þeirri vinnu er lokið. Erfiðustu kaflarnir eru eftir eins og landbúnaður og sjávarútvegur. Ísland sendi ESB aðlögunaráætlun á landbúnaðarstefnu ESB í júlí 2012 en kaflinn hefur ekki verið opnaður enda hefur Ísland ekki uppfyllt opnunarskilyrðin. ESB hefur ávallt sagt að EKKI sé hægt sé að fá varanlegar undanþágur frá ESB og það sé alveg ljóst að Ísland verði að ganga að kröfum ESB og aðlaga sig að öllu regluverkinu.
Breytingar óafturkræfar og ESB fræðir fólk um kosti inngöngu Samkvæmt nýlegri skýrslu Stækkunarstjóra ESB telja þeir mikilvægt að þær breytingar og innlimun sem á sér stað á samningstímanum séu svo rækilega festar í sessi að þær verði óafturkræfar. Þá kemur fram í annarri skýrslu að ESB mun gera það sem í þeirra valdi stendur til að fræða fólk um sambandið og stuðla að auknu fylgi og samstöðu þjóðarinnar að ganga í ESB.
Allt sem mælir með því að hætta þessu ferli
Þjóðin hefur verið blekkt og blekkingarleikurinn heldur áfram. Stöðugt er því haldið fram af aðildarsinnum að við séum bara að skoða hvað sé í boði og þjóðin eigi að fá að kjósa um samning. Sannleikurinn er sá að það er verið að lauma okkur inn í Sambandið hægt og rólega. Þetta hefur verið kallað hin hljóðláta bylting af sjálfum Utanríkisráðherra. Verið er að eyða gífurlegu fjármagni og tíma í að aðlaga stjórnsýslu og stofnanir að ESB og innleiða regluverkið. Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún vilji þessa aðlögun og þessar breytingar eru óafturkræfar samkvæmt ESB. Þetta þýðir að þótt þjóðin muni segja nei við inngöngu þá séum við búin að taka upp allt regluverk ESB til frambúðar. Þá verður að líta til þess að ESB ætli að kosta miklu til að fá þjóðina á sitt band svo hún samþykki aðild að Evrópusambandinu, en ESB heldur úti kynningarskrifstofu í Reykjavík ásamt því að bjóða fjölmiðlafólki og stjórnmálamönnum og öllum þeim sem hafa áhrif á samfélagsumræðuna til Brussel til að kynna kosti þess að vera í sambandinu. Aldrei er minnst á gallana. Þetta ferli er því bæði í senn ódrengilegt og ólýðræðislegt. Þjóðin verður að opna augun. Við verðum að hætta þessu ferli áður en það verður of seint.
Heimildir:
http://europa.eu/legislation_summaries/enlargement/2004_and_2007_enlargement/l60020_en.htm
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2012/package/is_rapport_2012_en.pdf
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/iceland/st1222810_en.pdf
http://ec.europa.eu/enlargement/countries/detailed-country-information/iceland/index_en.htm
http://ec.europa.eu/enlargement/policy/steps-towards-joining/index_en.htm
http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm
Nýjustu færslur
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 304
- Sl. viku: 2375
- Frá upphafi: 1165003
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2028
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En af hverju notar Karólína endurtekið orðin samningaferli og samningaviðræður, vitandi það, miðað við hennar annars skýru grein, að það er ekkert samingaferli eða samningaviðræður í gangi?
Það eru ósvífnar blekkingar og ósannindi ESB-sinna/samfylkingarfólks að verið sé að semja um nokkurn skapaðan hlut. Það er verið að innlima landið hægt og hljóðlega eins og oft og lengi hefur verið bent á af fjölda manns og Karólína skilur og skrifar um. Þetta hlýtur að vera ólöglegt. Þetta hlýtur að vera stjórnarskrárbrot.
Elle_, 24.4.2013 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.