Sunnudagur, 5. maí 2013
ESB-ákvæðið í sáttmála krónustjórnar Bjarna og Sigmundar
Krónan verður útgangspunktur ríkissjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fyrsta verk stjórnarinnar væntanlegu var að sækja kost í Krónunni fyrir úthaldið í myndun stjórnarsáttmála. Annað verk og fyrsta verk samkvæmt sáttmálanum verður að ganga þannig frá málum föllnu bankanna og kröfuhafa þeirra að krónur fáist til að lækka höfuðstól skulda heimila og ríkis.
Þriðja verkið verður að tryggja rekstrarumgjörð fyrirtækja í krónuhagkerfinu og ýta undir fjárfestingu svo skiptir milljörðum króna í því skyni að efla atvinnu og standa undir sem bestri velferð landsmanna til lengdar. Útgjöld til menntamála, heilbrigðismála, félagsmála, samgöngumála, umhverfismála og annarra þátta tekur mið af framangreindu meginmarkmiði.
Fjórða verkefnið verður að stilla ríkisútgjöld og tekjur í krónum þannig af að einhver afgangur myndist til greiðslu skulda.
Fimmta verkefnið í sáttmálanum verður að taka skýrt fram að enginn annar kostur sé í stöðunni en sá að bæta efnahagsstjórn og umgjörð krónunnar, stöðva aðlögunarviðræður við ESB, sem hægt er að gera strax, og spara þannig milljarðakrónur stjórnkerfisins sem hægt er að nota í þarfari verkefni.
Rétt er að minna á að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þjóðin er einnig á móti aðild að Evrópusambandinu.
Væntanlegir stjórnarflokkar eru búnir að heita því að viðræðum verði ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Verði af slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu verður hnýta saman vilja til viðræðna og til aðildar. Annað væri órökrétt. Fyrst meirihluti þjóðar er á móti aðild og stefna beggja stjórnarflokka er á sömu lund er engin ástæða til að halda slíka atkvæðagreiðslu á næstu misserum.
Fyrirkomulagið er nefnilega þannig að það var utanríkisráðherra Samfylkingar sem sendi inn umsókn um að Ísland gengi í ESB (ekki að ESB gengi í Ísland).
Við vitum hvernig ESB er og hvaða samningum er hægt að ná miðað við stjórnkerfi þess. Það liggur fyrir, t.d. er varðar stjórn fiskveiða og gjaldmiðilsmál.
Þegar af þeim ástæðum er hægt að setja umsóknina og aðlögunarferlið ekki aðeins í frost, heldur í tætarann og eyða svo leifunum á viðunandi hátt.
![]() |
Fóru saman í Krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Er þetta eitt stórt A-Þýskaland í öðru veldi?
- Skondin mótsögn
- Það vill þetta enginn
- Blessaður orkupakkinn sem gaf okkur ódýrt rafmagn
- Það slapp í þetta sinn
- Dagur öryggis
- Sigurbjörn sprengir
- Meginmálið 1. maí
- Sundlaug smjörs og sykurs
- Dularfull uppgufun peninga
- Fimm ný tromp, sem hvert um sig dugir
- Jæja, Halla
- Bjartar miðaldir framtíðarlandsins
- Einn snýst í hringi, aðrir sigla áfram
- Gott er að tjóðra sig við sökkvandi fley
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 135
- Sl. sólarhring: 269
- Sl. viku: 1823
- Frá upphafi: 1220578
Annað
- Innlit í dag: 124
- Innlit sl. viku: 1674
- Gestir í dag: 123
- IP-tölur í dag: 122
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir Krónufélagar munu ekki hætta við aðlögunarviðræður við ESB ef þeir mynda ríkisstjórn. Að vera á móti er meira til syna kjósendum að það sé nunur á flokkunum á yfirborðinu sem standa að Fjórflokknum.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 15:52
Baldvin, vertu ekki of viss. Landsfundir flokkanna vilja stoppa Brusselruglið. Þjóðin vill ekki þangað inn.
Elle_, 5.5.2013 kl. 17:04
Þið eruð semsagt bara búin að skrifa stjórnarsáttmálann hérna á blogginu fyrir Sigmund og Bjarna? Það útskýrir afhverju þeir skruppu áhyggjulausir upp í sumarbústað til að slappa af. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2013 kl. 17:42
Ekki skrifaði ég neinn sáttmála. Hvaða þið?
Elle_, 5.5.2013 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.