Leita í fréttum mbl.is

Hagsmunum Grikkja var fórnað á altari evrusvæðisins

Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um björgunaraðgerðir ESB og AGS í Grikklandi er ófögur lesning.

Fjallað er um skýrsluna í leiðara Morgunblaðsins í dag. Þar segir:

Trekk í trekk var vandi landsins vanmetinn og reglur sjóðsins beinlínis sveigðar til þess að fegra stöðu landsins út á við. Sjóðurinn gaf út hagvaxtarspár sem vitað var að gætu ekki staðist og líku máli gegndi um atvinnuleysisspár. Þessar spár voru síðan notaðar til þess að heimila tvo björgunarpakka upp á hundruð milljarða evra, án þess að Grikkland uppfyllti þau skilyrði sem til þurfti.

Í skýrslunni kemur fram að harkalegur niðurskurður sjóðsins á útgjöldum gríska ríkisins kom verr niður á efnahag landsins en opinberlega var gert ráð fyrir, meðal annars vegna þess að evran veitti ekkert svigrúm í hagkerfinu til slíkra aðgerða. Ekki bætti úr skák að niðurskurðurinn byggðist á þeim sömu fegruðu hagvaxtarspám sem sjóðurinn vissi sjálfur að gætu varla staðist.

Það að þáttur evrunnar er nefndur til sögunnar sýnir enn og aftur hversu lánsamir Íslendingar voru að hafa eigin gjaldmiðil til að mæta þeim áföllum sem hér dundu yfir íslenskt efnahagslíf. Þá kemur einnig glöggt fram í skýrslunni að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hugsaði ekkert um hagsmuni Grikkja þegar kom að úrlausn Grikklandskrísunnar en einbeitti sér í staðinn að skammtalækningum til þess að verja lítt skilgreinda sam-evrópska hagsmuni.

Framkvæmdastjórnin fær harða gagnrýni í skýrslu sjóðsins. Hún er sögð óskilvirk og að hún hafi náð takmörkuðum árangri við úrlausn Grikklandskrísunnar. Þá hafi framkvæmdastjórnin enga reynslu af krísustjórnun.

Í skýrslunni segir jafnframt að innan hinnar heilögu þrenningar sjóðsins, framkvæmdastjórnarinnar og Seðlabanka Evrópu, sem taka átti á vanda Grikklands, hafi verið mikill skoðanaágreiningur, einkum um hagvaxtarspár. Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri Daily Telegraph, gengur svo langt að segja að Íslandsvinurinn Olli Rehn ætti að segja af sér fyrir »glæpi gegn Grikklandi og gegn hagfræðinni«. Með því myndi Rehn axla sömu ábyrgð og fjármálaráðherrar ESB-landanna og sýna að framkvæmdastjórnin skildi alvöru málsins. Viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar við gagnrýni skýrslunnar hafa hins vegar verið á allt annan veg: algjör afneitun.

Grikklandsævintýri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er fyrir löngu orðið að martröð. Skýrslan, sem átti að vera leyndarmál en kemur nú fyrir augu almennings fyrir tilstuðlan Wall Street Journal, sýnir að hagsmunum Grikkja var fórnað á altari evrusvæðisins. Evrópusambandinu hefur á undanförnum misserum verið lýst sem brennandi húsi. Efast má um að þann eld takist að slökkva í bráð með þeim handarbaksvinnubrögðum sem skýrslan greinir frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 93
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 1365
  • Frá upphafi: 1143429

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1166
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband