Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi ungs fólks til umræðu á toppfundi ESB

Forysta Evrópulanda er nú að ræða um mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks og leiðir til að draga úr því, en að meðaltali eru um 25 prósent ungs fólks á vinnumarkaði í álfunni án atvinnu. Þá er miðað við þá sem eru yngri en 25 ára. Minnst er atvinnuleysið í Þýskalandi, 7,5%, en mest í Grikklandi 62,5%.

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar segir að líklega þurfi löndin í Evrópu að líta til þeirra leiða sem farnar eru í Þýskalandi og Austurríki, þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst. Í þessum löndum er svokallað lærlingakefi sagt vera vel útfært og árangursríkt og menn velta fyrir sér hvort það sé ein ástæðan fyrir litlu atvinnuleysi meðal unga fólksins í þessum löndum.

Þessi mál verða væntanlega í fréttum næstu daga vegna toppfundar ESB um málið, en á meðfylgjandi mynd sést hvernig ástandið er í  hinum ýmsu löndum. Þar sést m.a. að á Íslandi er 12% þessa hóps sagður vera án atvinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 966433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband