Fimmtudagur, 27. júní 2013
Ásmundur Einar segir ESB-málið ekki vera á dagskrá
Það þarf stundum að stafa staðreyndir máls ofan í fólk vegna þess að búið er að afflytja það af þeim sem láta draumsýn og óskhyggju ráða. Ásmundur Einar Daðason tekur hér af allan vafa um það hver staðan er í ESB-málinu. Stjórnin er á móti ESB-aðild, Alþingi er á móti ESB-aðild og þjóðin er á móti ESB-aðild. ESB er ekki lengur á dagskrá.
Svo segir í frétt Morgunblaðinsins um málið:
Það liggur alveg ljóst fyrir að ferlið verður þannig að verið er að vinna ákveðna skýrslu um málið og sú vinna fer í gang. Bæði varðandi stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins. En stjórnarsáttmálinn, og þær samþykktir sem ríkisstjórnin hefur til grundvallar, segir ekkert um að það muni fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið heldur aðeins að það muni fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla ef viðræður verði hafnar á nýjan leik.
Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í morgun. Hann svaraði þar fyrirspurn frá Evrópuþingmanninum Søren Søndergaard sem spurði hvort það væri rétt skilið hjá sér að stefna ríkisstjórnarinnar væri sú að í kjölfar skýrslu um stöðu umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið og stöðuna innan sambandsins sjálfs yrði tekin ákvörðun af ríkisstjórninni og meirihluta hennar á þingi um framhaldið. Þjóðaratkvæði kæmi aðeins til ef sú ákvörðun yrði á þá leið að hefja á ný viðræður.
Ekki forsendur til þess að halda málinu áfram
Ásmundur minnti á að fyrri ríkisstjórn hefði hægt á viðræðuferlinu fyrir þingkosningar og ný stjórn hefði einfaldlega ákveðið að gera alvöru hlé á viðræðunum. Meðal annars væri í undirbúningi að leysa upp samningshópa en síðustu fundir þeirra hafi farið fram í síðustu viku og verið lokafundir. Ennfremur myndi Ísland ekki taka við nýjum styrkjum frá Evrópusambandinu sem hugsaðir væru til aðlögunar að því. Þá rifjaði Ásmundur upp þau ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, að viðræðum við sambandið yrði ekki haldið áfram á hans vakt í utanríkisráðuneytinu og að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði að sama skapi sagt að hann teldi ekki að þjóðaratkvæði um málið færi fram á kjörtímabilinu.
Ég held að það sé mikilvægt að tala mjög skýrt hvað þetta snertir og ég sé í rauninni ekki fyrir mér að ríkisstjórn sem er svo andsnúin Evrópusambandsaðild geti í raun haldið áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið á meðan allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru andsnúnir Evrópusambandsaðild. Á meðan flokkarnir sem mynda ríkisstjórnina, báðir tveir, eru andsnúnir Evrópusambandsaðild þá sér maður ekki fyrir sér að þetta ferli geti haldið áfram, sagði hann. Ekki væri rétt að gera sér neinar falsvonir um það hvað framundan væri varðandi Evrópusambandsviðræður þegar til staðar væri ríkisstjórn sem væri andsnúin aðild að sambandinu.
Þjóðaratkvæði ekki fyrirhugað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 39
- Sl. sólarhring: 288
- Sl. viku: 2396
- Frá upphafi: 1165313
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2051
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það skal tekið fram, að sá sem spurði um þetta, Søren Søndergaard situr á ESB-þinginu í Strasbourg fyrir Folkebevægelsen mod EU í Danmörku, og sem er alfarið á móti danskri aðild að ESB og kjósa að berjast gegn því innan frá á ESB-þinginu. Áður var Søren þingmaður í danska Þjóðþinginu fyrir Enhedslisten, sem er mjög vinstrisinnaður flokkur.
Hér er hlekkur á pólítíska ESB-bloggsíðu Sørens, ef einhver vill fylgjast með.
Austmann,félagasamtök, 27.6.2013 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.