Leita í fréttum mbl.is

Verður Íslandi refsað?

hjortur jVaxandi þrýstingur er á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að grípa til refsiaðgerða gegn Íslandi vegna makríldeilunnar en lagasetning sem heimilar slíkar aðgerðir var samþykkt þar á bæ síðastliðið haust. Síðan hefur framkvæmdastjórnin hins vegar ítrekað dregið lappirnar með að nýta heimildina og einkum borið því við að verið væri að kanna lagalegar hliðar þess.

Svo ritar Hjörtur J. Guðmundsson pilstli sem Morbunblaðið birtir í gær.

Hjörtur segir ennfremur: 

Ekkert liggur þannig fyrir um það hvort Evrópusambandið eigi eftir að grípa til refsiaðgerða gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar en lagalega getur sambandið þó aðeins beitt slíkum aðgerðum gegn innflutningi á makríl til ríkja þess og meðafla í samræmi við alþjóðasáttmála á þeim forsendum að um sé að ræða deilistofn sem ósamið er um. Við Íslendingar gerum slíkt hið sama. Grípi Evrópusambandið hins vegar til víðtækari aðgerða en sem því nemur er það hins vegar komið út á hálan ís lagalega eins og ítrekað hefur verið bent á hér á landi og ekki sízt ef þær verða látnar ná til annarra fiskistofna en einungis makríls auk meðafla. Framkvæmdastjórn sambandsins er vitanlega meðvituð um þessa hlið málsins og fyrir vikið er sú lögfræðilega vinna væntanlega í gangi á vegum hennar sem áður er getið.

Refsiaðgerðir af hálfu Evrópusambandsins gegn Íslandi sem einungis væru bundnar við makrílveiðar, og sneru væntanlega fyrst og fremst að löndunarbanni á íslenzkan fisk í höfnum þess, myndi væntanlega hafa mjög takmörkuð áhrif á hérlenda hagsmuni ef einhverja þar sem íslenzkur makríll hefur ekki verið fluttur til sambandsins. Ef gripið yrði til aðgerða sem næðu til fleiri fiskistofna væri hins vegar komin upp töluvert önnur staða. Eins og áður segir liggur ekkert fyrir um það hvort gripið verði til slíkra refsiaðgerða gegn Íslandi og leggur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins enn áherzlu á að reynt verði að leysa málið með samningum.

En komi til víðtækra refsiaðgerða af hálfu Evrópusambandsins er ljóst að við Íslendingar værum þá ekki í slíkum sporum í fyrsta skipti. Þannig settu Bretar löndunarbönn á okkur í þorskastríðunum. Við því var brugðist með því að stórauka sölu á fiski til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Evrópusambandið er að ýmsu leyti háð íslenzkum fiski og ef gripið yrði til slíkra refsiaðgerða gegn Íslandi yrði einhver annar að útvega sambandinu þann fisk sem það þarfnast. Þar með myndu að öllum líkindum skapast eftirspurn annars staðar sem aðrir gætu ekki annað. Í því sambandi má til að mynda rifja upp að innan tíðar tekur gildi fríverzlunarsamningur Íslands við Kína og unnið er að slíkum samningi við Rússland.

Vonandi kemur ekki til þess að við Íslendingar þurfum að bregðast við slíkum aðstæðum en ef það gerist þurfa stjórnvöld, hagsmunaaðilar og þjóðin öll vitanlega að vera undir það búin. Þá er gott að muna að það felast tækifæri í öllum aðstæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 1037
  • Frá upphafi: 1119480

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 885
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband