Leita í fréttum mbl.is

Menningarnúningur og efnahagsgjá í ESB

Það yljar okkur um hjartarætur þegar Finnar sýna okkur þann velvilja að setja okkur Íslendinga númer eitt á lista yfir æskilegar þjóðir í ESB. Það er hins vegar athyglisvert að Finnar skuli hvorki vilja Tyrki né ýmsar þjóðir á Balkanskaganum í ESB.

Finnar eru ein af smáþjóðunum í ESB og þeir eru þar stundum dálítið einmana. Þeir eru eina Norðurlandaþjóðin sem hefur evru og líða nú fyrir það í æ ríkari mæli. Samkeppnisstaða þeirra gagnvart Þýskalandi og kjarna evrulandanna hefur versnað stöðugt vegna þess að Finnum hefur ekki frekar en jaðarþjóðunum í suðri tekist að halda aftur af kostnaðarhækkunum í framleiðslugeiranum.

Fyrir vikið hefur þrengt að atvinnu í Finnlandi.

Þrátt fyrir að vera ýmsu leyti jaðarþjóð á Norðurlöndum eru Finnar oft okkar bestu frændur og vinir. Og þeim finnst að þeir þurfi fleiri sína líka í ESB sem mótvægi við suðrinu.

Það yrði hins vegar lítil hjálp í okkur gegn ægivaldi Þýskalands og Frakklands - og stundum Bretlands. Þessi lönd stýra ferðinni í ESB. Enn sem komið er. Spurningin er samt hvort Bretar muni kjósa að vera áfram í sambandinu.

Það er því margt sem er brothætt í ESB. Evruvandinn bara dýpkar. 

Á sama tíma er reynt að færa ESB í átt til stórríkis og auka þar með misstýringu.

Útþenslutilhneiging ESB er að verða sambandinu að falli. Mestu mistökin voru að láta evruna ekki bara vera fyrir Þýskaland og nærliggjandi ríki. Evran eins og hengingaról um háls Evrópuþjóða sem gerir íbúunum erfitt um andardrátt.

Fyrir vikið hefur AGS, ECB og ESB sett nokkur ríki í öndunarvél. Það er bara spurning um hversu mörg geta verið í öndunarvél í einu og hve lengi.

Það er nú spurningin.


mbl.is Vilja Ísland í ESB en ekki Tyrkland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 341
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 1091
  • Frá upphafi: 1119468

Annað

  • Innlit í dag: 294
  • Innlit sl. viku: 937
  • Gestir í dag: 284
  • IP-tölur í dag: 281

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband