Leita í fréttum mbl.is

Þýskur útflutningur í vanda vegna evrukreppunnar

Skuldakreppan á evrusvæðinu setur strik í reikning Þjóðverja. Útflutningur frá Þýskalandi til annarra evruríkja dregst mikið saman - um nær 10%.


Viðskiptablaðið greinir frá þessu:

Útflutningur frá Þýskalandi dróst saman um 2,4% á milli ára í maí, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. Þetta er talsvert meiri samdráttur en búist var við en meðalspá Reuters-fréttastofunnar hljóðaði upp á 0,4% samdrátt. Mestu munar um verulegan samdrátt í útflutningi á þýskum vörum til annarra evruríkja en hann nam 9,6% á milli ára. Um 40% alls útflutnings Þjóðverja fer til annarra evruríkja. Til samanburðar dróst útflutningur til annarra ríkja utan evrusvæðisins saman um 1,6%.
 
Reuters segir annan eins samdrátt hafi ekki sést í Þýskalandi síðan árið 2009 og geti niðurstaðan haft neikvæð áhrif á hagvöxt í Þýskalandi á árinu.

Það er því ljóst að evrukreppan er farin að bitna harkalega á Þjóðverjum líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 1056
  • Frá upphafi: 1119499

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 897
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband