Leita í fréttum mbl.is

ESB bannar nautnir eldri borgara

Hemmi Smitt, 94 ára, er greinilega skíthræddur við sambandið, enda þekkir hann það gjörla sem fyrrverandi kanslari Þýskalands. Hann ætlar samt ekki að láta ESB ræna sig þeirri mestu ánægju sem hann fær nú út úr lífinu.

Þess vegna hefur Helmut Schmith safnað 40 þúsund vindlingum með sérstöku bragðefni, mentoli, og falið þá í kjallaranum. ESB hefur nefnilega haft lög og reglugerðir í smíðum sem segja að ekki megi selja tóbak með bragðefnum.

Það eru fleiri en Smitt gamli sem eru hræddir við að hversdagurinn verði grárri með ESB. Svíar eru logandi hræddir við þetta líka. Þeir óttast að ESB muni banna snus með bragðefni, en sala á slíku munntóbaki hefur aukist talsvert.

Það er eins gott að við göngum ekki í ESB. Þá myndi það áreiðanlega banna miginn hákarl og álíka góðgæti ....


mbl.is Geymir 38.000 sígarettur á heimili sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Samkvæmt litlu tölvunni í hausnum á mér eru þetta ekki "nema" 4000 sígarettur...Miðað við að 20 kvikindi séu í pakkanum (?) - Svo innþornar þetta líka.

Þetta er nú meiri vitleysan. - Hann nær þessu fjandakornið ekki...94ra ára ?

Már Elíson, 9.7.2013 kl. 17:42

2 Smámynd: Már Elíson

Þarna varð mér á í snar-reikningi og talan 40.000 sígarettur stendur.

Þetta er ótrúlegt magn, en ef hann reykir eins og stór-reykingamaður þá eru þetta ekki nema nokkurra ára birgðir....

Miðað við aldur hans og aftur miðað við reykingarnar, þá verður það eitthvað annað sem drepur hann.

Már Elíson, 9.7.2013 kl. 18:33

3 Smámynd:   Heimssýn

Það væri fróðlegt að skoða geymslur fullar af vindlingum, frönskum ljósaperum, ilmandi munntóbaki og öðru góðgæti út um alla álfu. Eitthvað til lifa fyrir hjá sumum .....

Heimssýn, 9.7.2013 kl. 18:56

4 Smámynd: Már Elíson

Er þetta ekki ákkúrat sem við íslendingar þurfum að fara að gera gagnvart peningum...? - Vera eins og Jóakim aðalönd, safna og safna, því enginn veit hvað hluturinn kostar á morgun (bensínið hækkaði um 5 kr lítrinn í dag) - Hlutirnir hækka og hækka og peningarnir (í banka) rýrna og rýrna.

Bara pæling.

Már Elíson, 9.7.2013 kl. 19:56

5 identicon

En hér á Íslandi, láglaunalandinu, þurfa reykingamenn að punga út ótrúlegum upphæðum í þessa fíkn sína.

Tveir pakkar á dag kostar 75.000 á mánuði. Margir eldri borgarar reykja mikið. Þá duga ellilaunin skammt, ekki satt? Það er kannski val um sígarettur eða mat.

Margret S (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 1043
  • Frá upphafi: 1119486

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 891
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband