Leita í fréttum mbl.is

Súrir lánardrottnar gleðja Grikki með 4 milljörðum evra

Þrátt fyrir óánægju lánardrottna með árangur gríska ríkisins í efnahagsmálum fékk gríska ríkið afhenta fjóra milljarða evra frá ESB.


Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins:

Fjármálaráðherrar evruríkjanna ákváðu í gær að láta af hendi við gríska ríkið fjóra milljarða evra sem er hluti af björgunaraðgerðum ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í gær var greint frá því að alþjóðlegir lánardrottnar gríska ríkisins væru ósáttir við framgang björgunaraðgerðanna og við aðgerðir stjórnarinnar í ríkisfjármálum. Fjármálaráðherrarnir voru hins vegar ekki á því að hnökrarnir væru nægilega miklir til að fresta greiðslunni.
 
Féð er þó afhent með því skilyrði að gríska stjórnin dragi frekar úr launakostnaði og grípi til annarra aðhaldsaðgerða. AGS mun svo að öllum líkindum láta af hendi 1,8 milljarða evra eftir stjórnarfund hinn 29. júlí næstkomandi. Féð verður notað til að viðhalda starfsemi gríska ríkisins, greiða vexti af skuldabréfum og greiða upp skuldabréf að verðmæti 2,17 milljarðar evra sem eru í eigu evrópska seðlabankans.
 
Evruríkin munu svo láta af hendi milljarð evra til viðbótar í október þyki gríska ríkið hafa staðið sig nægilega vel í aðhaldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 482
  • Sl. viku: 2432
  • Frá upphafi: 1165806

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband