Leita í fréttum mbl.is

Evran er verri söluvara en miginn hákarl

Ađ telja fólki trú um kosti ađildar ađ ESB međ ágćti evrunni er verra en ađ reyna ađ selja túristaferđ til Íslands međ loforđi um máltíđ međ mignum hákarli. Ţađ er séns á ţví ađ hákarlinn komist í tísku, en vegur evrunnar fer klárlega hnignandi.

Vinstrivaktin áttar sig á ţessu samhengi og birtir ţví til stađfestingar frétt um ađ Pólverjar hafi gefist upp á ađ taka upp evruna.

Ţar segir:

Öllum ađildarríkjum ESB ber ađ taka upp evru sem gjaldmiđil. Allmörg ţeirra hafa ţó ţráast viđ og reyna nú hvert af öđru ađ komast hjá ţví af ótta viđ hörmulegar afleiđingar sem komiđ hafa í ljós hjá fjölmörgum evruríkjum, einkum á jađri evrusvćđisins.

AFP fréttastofan birti ţá frétt s.l. mánudag ađ ekki vćri nćgur pólitískur stuđningur fyrir ţví í Póllandi ađ taka upp evruna sem gjaldmiđil landsins. Ţetta hefur pólska dagblađiđ Gazeta Wyborcza eftir Donald Tusk, forsćtisráđherra landsins.

Fram kemur í fréttinni ađ fyrir vikiđ sé ekki raunhćft ađ Pólverjar taki upp evru sem gjaldmiđil sinn fyrir áriđ 2019. Breyta ţyrfti stjórnarskrá Póllands til ţess sem kallađi á stuđning 2/3 ţingsins. „Viđ höfum ekki slíkan meirihluta og viđ munum ekki hafa hann á nćsta kjörtímabili heldur.“ Danmörk og Bretland voru fyrstu ESB-ríkin sem harđneituđu um seinustu aldamót ađ taka upp evru en Svíar fylgdu brátt í kjölfariđ eftir ađ upptöku evru var hafnađ í ţjóđaratkvćđi.

Pólverjar gengu í Evrópusambandiđ áriđ 2004 og eru skuldbundnir samkvćmt ađildarsamningi sínum ađ taka evruna upp sem gjaldmiđil sinn strax og efnahagsleg skilyrđi ţess eru uppfyllt. Pólsk stjórnvöld hafa hins vegar dregiđ lappirnar í ţeim efnum og hafa međal annars sagt ađ ţau vildu sjá hvađa áhrif efnahagserfiđleikarnir á evrusvćđinu hefđu á ţađ.


Evrusvćđiđ samstendur af 18 ríkjum: Austurríki, Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Kýpur, Lettland (nýlega samţykkt), Lúxemborg, Möltu, Portúgal, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni og Ţýskalandi. Ađildarríki ESB eru hinsvegar 27 talsins og verđa 28 međ inngöngu Króatíu. Auk Danmerkur, Bretlands og Svíţjóđar hafa Búlgaría, Litháen, Rúmenía, Tékkland og Ungverjaland ýmist komiđ sér undan ţví ađ taka upp evru eđa ţau hafa ekki uppfyllt skilyrđin sem vćntanlegum evruríkjum eru sett og notađ ţá stađreynd sem afsökun fyrir ţví ađ taka ekki upp evru.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 118
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 1171
  • Frá upphafi: 1118231

Annađ

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 1034
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband