Leita í fréttum mbl.is

Eru Bretar á leiđ út úr ESB og inn í EFTA og EES?

Yfirgnćfandi meirihluti breskra kjósenda vill ađ Bretar gangi úr ESB og skipi sér viđ hliđ Norđmanna, Svisslendinga og Íslendinga međ inngöngu í EFTA, en jafnframt međ ţátttöku í EES. Hugmyndin um inngöngu Íslands í ESB verđur ć úreltari og ekki í nokkrum takti viđ tímann.

Svo segir Vinstrivaktin nýlega. Ţar segir ennfremur:

Í splunkunýrri könnun sem gerđ var fyrir Bruges Group í Bretlandi töldu 71% ţeirra sem afstöđu tóku ađ best vćri fyrir Breta ađ segja sig úr ESB og ganga frekar í EFTA en 29% töldu ađ Bretar ćttu ađ vera áfram í ESB. Meirihluti var fyrir úrsögn úr ESB međal kjósenda allra flokka, m.a. 81% međal kjósenda Íhaldsflokksins, 54% međal verkamannaflokksmanna, 50% međal frjálslyndra, 95% međal stuđningsmanna UKIP og 62% međal stuđningsmanna annarra flokka.

Ţetta eru stórmerkileg pólitísk tíđindi ţegar haft er í huga ađ eftir nokkur ár verđur efnt til ţjóđaratkvćđis í Bretlandi um úrsögn úr ESB ţótt atkvćđagreiđslan hafi enn ekki veriđ dagsett, en rćtt er um áriđ 2018 í ţví sambandi. Ekki er vafi á ađ úrsögn Breta myndi hafa víđtćk áhrif í mörgum ađildarríkjum ESB og kemur ţá Danmörk fyrst upp í hugann, en bćđi Danir og Svíar hafa hafnađ ţví eins og Bretar ađ taka upp evru.

Ţeir sem helst tala fyrir úrsögn Breta úr ESB benda á ađ sérhvert EFTA-ríki hafi eigin fulltrúa í alţjóđlegum samtökum og fái ţannig meiri áhrif á alţjóđavettvangi en ESB-ríkin, sem séu tilneydd ađ láta ESB koma fram fyrir sína hönd. EES-samningurinn veiti jafnframt neitunarvald gagnvart löggjöf ESB. Ţá benda ţeir á ađ međaltals atvinnuleysi í EFTA-ríkjunum er ađeins 4%, í Bretlandi séu 7,5% án vinnu en međaltals atvinnuleysi í ESB nálgist nú 13%.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 1176858

Annađ

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband