Leita í fréttum mbl.is

Húsnæðisverð á evrusvæðinu hið lægsta í sjö ár

housepricesHúsnæðisverð á evrusvæðinu hefur aldrei verið lægra síðustu sjö árin að meðaltali, en mest hefur lækkunin verið á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í evrukreppunni. Það eru helst Þýskaland og Austurríki sem hafa komist hjá verðlækkunum. Það sem verra er, þau lönd þar sem eignir heimila eru helst bundnar í fasteignum hafa orðið verst úti.

Þetta kemur fram í Financial Times nýverið.

Spánn er meðal þeirra landa sem hafa orðið verst úti hvað þetta varðar, en þar mistu þúsundir fjölskyldna húseignir sínar eftir að evrukreppan hófst. En í Þýskalandi, þar sem færri búa í eigin húsnæði, hefur húsnæðisverð heldur hækkað. Allra verst hafa þó Írar orðið úti í þessum hamförum.

Þessi þróun helst meðal annars í hendur við þá sundurleitni í hagþróun á evrusvæðinu sem hér hefur áður verið fjallað um og verður væntanlega fjallað nánar um hér á næstunni. Sú sundurleitni er einmitt tilkomin vegna þeirrar spennitreyju sem evran setur ríkin í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 413
  • Sl. viku: 2469
  • Frá upphafi: 1165843

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2143
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband