Leita í fréttum mbl.is

Fjármálasundrungin á evrusvæðinu mun vara um langa framtíð

Vaxtakostnaður ríkja og fyrirtækja á evrusvæðinu mun verða mjög ólíkur um langa framtíð. Mestur verður munurinn í Þýskalandi annars vegar, þar sem fjármagnskostnaður verður minnstur, og hins vegar í ýmsum jaðarlöndum á evrusvæðinu sem munu áfram búa við mikinn fjármagnskostnað ofan á skuldabaslið. 

Þetta kemur fram í Financial Times nýlega.

Viss teikn hafa veirð á lofti um að ástandið sé að batna svo sem á Spáni, þar sem atvinnuleysið virðist vera hætt að minnka, en það mátti búast við því þegar túristatímabilið er að ná hámarki. Reyndar virðist húsnæðisverð einnig hafa náð botninum á Írlandi. Þetta eru góðar fréttir fyrir þessi evrulönd.

Hins vegar benda ýmsir á, meðal annars Jonathan Loyens, aðalhagfærðingur Capital Economics fyrir evrusvæðið, að þrátt fyrir að evrusvæðið virðist hafa hegðað sér eins og hagkvæmt gjaldmiðilssvæði í upphafi þegar ýmsar hagstærðir, þar með taldir vextir og fjármagnskostnaður, leituðu saman og varð álíka í mörgum evrulöndunum, þá er sú þróun nú að baki.

Framundan er sundurleitini í hagþróun evruríkjanna, hvort sem litið er til vaxta, skulda eða hagvaxtar. Fjármagnskostnaður mun áfram verða tiltölulega lítill í Þýskalandi en mikill víða annars staðar. Út frá þessu séð megi efast um að evrusvæðið sé hagkvæmt gjaldmiðilssvæði.

Hér skal á það minnt að á þessu bloggsvæði hefur oftsinnis verið fjallað um það hverngi ágallar evrusvæðisins, þ.e. evrusamstarfsins sjálfs, hafa leitt til þess að vegna mismunandi verðþróunar í Þýskalandi aðallega annars vegar og á jaðarsvæðunum hins vegar þá hafa gífurlegar eignir safnast upp í Þýskalandi vegna viðskiptaafgangs sem hagstæð verð á útflutningi þeirra hefur skapað á sama tíma og óhagstæð verð á útflutningi jaðarríkjanna hafa leitt til viðskiptahalla, skuldasöfnunar og atvinnuleysis þar.

Það mun taka langan tíma að leiðrétta þetta misvægi - ef það tekst þá nokkurn tímann með evrunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 319
  • Sl. sólarhring: 472
  • Sl. viku: 2400
  • Frá upphafi: 1188536

Annað

  • Innlit í dag: 280
  • Innlit sl. viku: 2176
  • Gestir í dag: 266
  • IP-tölur í dag: 263

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband