Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar valda því að evrusvæðið ógnar sjálfu sér

Myntsvæði þurfa að uppfylla viss skilyrði um hreyfanleika fólks, fjármagns, sveigjanlegan vinnumarkað og fleira. Evrusvæðið hefur aldrei uppfyllt öll hagfræðileg skilyrði um að vera hagkvæmt myntsvæði og ákvörðun Þjóðverja um að leyfa Grikkjum (og fleirum) að vera með í evrunni hefur grafið enn frekar undan hagkvæmni svæðisins.

Eins og meðfylgjandi frétt ber með sér leiðir hin pólitíska umræða í Þýskalandi nú til þess að finna þarf sökudólk fyrir vandræðum evrusvæðisins. Merkel segir að sökudólgurinn sé jafnaðarmaðurinn Schröder sem leyfði Grikkjum að vera með í evrunni.

Vissulega er það rétt að Grikkir hefðu aldrei átt að vera með - og jafnvel ekki heldur Ítalir, Spánverjar, Portúgalar, Írar og Frakkar. Alltént engar svokallaðar jaðarþjóðir, PIGS-þjóðir, eða hvað menn vilja kalla þær.

En Grikkir, Ítalir, Spánverjar, Portúgalar, Írar, Kýpverjar og fleiri valda ekki bara vandræðum fyrir hin evruríkin.

Mestu vandræðin eru hjá þessum jaðarþjóðum sjálfum.  Og hvað veldur vandræðunum. Jú, evran, því með henni fengu þessar þjóðir lægri vexti og gátu safnað óheyrilegum skuldum. Það voru dæmigerð markaðsmistök, upplýsingavandi eða siðferðisvandi (moral hazard) sem svo mikið hafði verið skrifað um í hagfræðibókum en enginn af hagfræðispekingum ESB virtist hafa lesið - ekki fyrr en núna.

Og það voru Þjóðverjar sem réðu þessu öllu saman, ef marka má Angelu Merkel.

Svo segir Mogginn frá:

Það voru mistök að leyfa Grikkjum að gerast aðilar að evrusvæðinu á sínum tíma. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í gær og beindi spjótum sínum að þýskum jafnaðarmönnum sem voru við völd landinu þegar Grikkland fékk heimild til þess að taka upp evruna sem gjaldmiðil sinn.

„Efnahagskrísan varð til yfir margra ára tímabil fyrir tilstilli grundvallargalla á evrunni. Til dæmis hefði aldrei átt að leyfa Grikkjum að verða hluti af evrusvæðinu,“ sagði Merkel á kosningafundi í bænum Rendsburg í norðvesturhluta Þýskalands samkvæmt frétt AFP en þingkosningar eru í landinu í næsta mánuði.

Benti hún á að forveri hennar í embætti, jafnaðarmaðurinn Gerhard Schröder, hefði samþykkt aðild Grikkja að evrusvæðinu sem hafi dregið úr stöðugleika þess. Sagði hún þá ákvörðun hafa verið ranga í grundvallaratriðum.

Grikkland og evrusvæðið hafa orðið að einu helsta umræðuefninu í kosningabaráttunni á síðustu metrum hennar. Síðastliðinn laugardag sagði Merkel ennfremur á kosningafundi að Þjóðverjar „þyrftu ekki að heyra það frá þeim sem hefðu samþykkt Grikki inn á evrusvæðið að Grikkland væri í dag vandamál.“


mbl.is Mistök að leyfa Grikkjum að nota evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 39
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 1116811

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband