Leita í fréttum mbl.is

Makrílhátíð fyrir almenning á sunnudag

makrillHeimssýn ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á grillaðan makríl á Ingólfstorgi á sunnudaginn á milli klukkan 14 og 17 í tilefni af því að fulltrúar Íslands, Noregs, Færeyja og ESB hittast í Reykjavík um helgina til að ræða um þennan góða matfisk. Með þessu vill Heimssýn undirstrika mótmæli sín gegn framgöngu ESB í makrílmálinu.

Boðið verður upp á tónlist við hæfi, en hinir feykigóðu harmonikkubræður munu flytja nokkur frábær harmonikkulög á meðan á samkomunni stendur.

Þá hefur Heimssýn sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að hún harmar framgöngu ESB í makríldeilu sambandsins við Íslendinga, auk þess sem hótanir um að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum eru harmaðar.

Hér er ágæt uppskrift fyrir matreiðslu á makríl:

Makríll í hvítlauki

2 miðstærðar makríl
5 hvítlauksrif, pressuð
100g smjör
salt
pipar
1 eða 2 sítrónur

Forhitið grillið að miðlungs hita og berið olíu á rimlana.

Bræðið smjör í lítinn pott og bætið hvítlauknum við.

Skerið þrjár rifur á báðum hliðum fisksins. Kryddið vel með salti og pipar. Setjið fiskinn á grillið í 4-5 mínútur. Snúið fiskinum við og látið liggja í 4-5 mínútur. Takið fiskinn af grillinu og setjið brædda hvítlaukssmjörið yfir (um það bil 2-3 matskeiðar).

Kreistið sítrónu yfir fiskinn og berið fram strax.

Namminamm!


mbl.is Heimssýn heldur makrílhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 344
  • Sl. sólarhring: 539
  • Sl. viku: 2694
  • Frá upphafi: 1175983

Annað

  • Innlit í dag: 320
  • Innlit sl. viku: 2423
  • Gestir í dag: 314
  • IP-tölur í dag: 310

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband