Leita í fréttum mbl.is

Sigurgeir Þorgeirsson er vonsvikinn með ESB

SigurgeirFormaður samninganefndar Íslands í deilunni við ESB um makrílveiðar er vonsvikinn með hótanir ESB í garð Íslendinga. Á morgun klukkan 14 verður yfirgangi ESB í deilunni mótmælt á Ingólfstorgi. Um leið verður hægt að smakka á vel matreiddum makríl, auk þess sem boðið verður upp á harmonikkutónlist við hæfi.

Svo segir mbl.is frá:  

Samningafundur um skiptingu makrílsstofnsins hófst í Reykjavík í morgun. Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands, segist vona að allir komi til fundarins með það að markmiði að ná árangri.

Fundurinn stendur í dag og á morgun. Fundinn sitja fulltrúar Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins. Norðmenn og ESB krefjast þess að Íslendingar og Færeyingar dragi úr veiðum og hefur Framkvæmdastjórn ESB hótað að leggja löndunarbann á fiskafurðir frá Íslandi og Færeyjum vegna veiða þeirra á makríl.

„Við vonum að allir komi til fundarins með því hugarfari að ná árangri og hótanir liggi ekki í loftinu,“ sagði Sigurgeir í samtali við Morgunblaðið fyrir fundinn. Hann sagði hótanir ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi í aðdraganda fundarins vissulega valda vonbrigðum.

„Það segir sig sjálft að það eru ákveðin vonbrigði að eftir að þessi fundur var boðaður, og eftir að allir aðilar höfðu þegið fundarboð, skuli því enn hafa verið veifað að refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi væru í undirbúningi. Við göngum engu að síður bjartsýnir til fundarins. Við erum með góðan málstað, og við ætlumst til að aðrir, ekki síður en við, komi með uppbyggilegar tillögur,“ sagði Sigurgeir.

Fimm ára gömul deila

Forsaga deilunnar er sú að makríll fór að ganga inn í lögsögu Íslands í miklu magni upp úr miðjum síðasta áratug og veiðar Íslendinga jukust mikið 2007 til 2010. Allt frá því að farið var að stjórna nýtingu makríls á vettvangi Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðsins 1999 sóttist Ísland eftir að verða viðurkennt strandríki en var ekki samþykkt fyrr en 2010.

Deilan um skiptingu stofnsins hefur staðið síðan 2008.


mbl.is Fundur í makríldeilunni hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 93
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 1365
  • Frá upphafi: 1143429

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1166
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband