Leita í fréttum mbl.is

Erlendir miðlar hafa eftir Sigurði Inga að hótanir skili ekki árangri í makríldeilunni

SigurðurIngiFréttamiðillinn SeefoodSource.com hefur eftir Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að samningalipurð en ekki hótanir muni skila árangri í makríldeilunni.

Frásögnina er hægt að finna hér.

Samningafundur um skiptingu makrílsstofnsins hófst í Reykjavík í gær, en fundinum lýkur í dag. Fundinn sitja fulltrúar Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins. Norðmenn og ESB krefjast þess að Íslendingar og Færeyingar dragi úr veiðum og hefur Framkvæmdastjórn ESB hótað að leggja löndunarbann á fiskafurðir frá Íslandi og Færeyjum vegna veiða þeirra á makríl.

,,Við vonumst til þess að hótunum um refsiaðgerðir verði vikið til hliðar og að samningaaðilar muni mæta til þessara viðræðna með opnum huga," hefur miðillinn eftir Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sannfærður um að makríldeilan verði leyst með samræðu og samningum en ekki hótunum.

Í dag klukkan 14 verður yfirgangi ESB í deilunni mótmælt á Ingólfstorgi. Um leið verður hægt að smakka á vel matreiddum makríl, auk þess sem boðið verður upp á harmonikkutónlist við hæfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 970365

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband