Leita í fréttum mbl.is

Erlendir miðlar hafa eftir Sigurði Inga að hótanir skili ekki árangri í makríldeilunni

SigurðurIngiFréttamiðillinn SeefoodSource.com hefur eftir Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að samningalipurð en ekki hótanir muni skila árangri í makríldeilunni.

Frásögnina er hægt að finna hér.

Samningafundur um skiptingu makrílsstofnsins hófst í Reykjavík í gær, en fundinum lýkur í dag. Fundinn sitja fulltrúar Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins. Norðmenn og ESB krefjast þess að Íslendingar og Færeyingar dragi úr veiðum og hefur Framkvæmdastjórn ESB hótað að leggja löndunarbann á fiskafurðir frá Íslandi og Færeyjum vegna veiða þeirra á makríl.

,,Við vonumst til þess að hótunum um refsiaðgerðir verði vikið til hliðar og að samningaaðilar muni mæta til þessara viðræðna með opnum huga," hefur miðillinn eftir Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sannfærður um að makríldeilan verði leyst með samræðu og samningum en ekki hótunum.

Í dag klukkan 14 verður yfirgangi ESB í deilunni mótmælt á Ingólfstorgi. Um leið verður hægt að smakka á vel matreiddum makríl, auk þess sem boðið verður upp á harmonikkutónlist við hæfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 867
  • Frá upphafi: 1117759

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 765
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband