Leita í fréttum mbl.is

Makrílhátíð fyrir almenning á sunnudag

makrillHeimssýn ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á grillaðan makríl á Ingólfstorgi á sunnudaginn á milli klukkan 14 og 17 í tilefni af því að fulltrúar Íslands, Noregs, Færeyja og ESB hittast í Reykjavík um helgina til að ræða um þennan góða matfisk. Með þessu vill Heimssýn undirstrika mótmæli sín gegn framgöngu ESB í makrílmálinu.

Boðið verður upp á tónlist við hæfi, en hinir feykigóðu harmonikkubræður munu flytja nokkur frábær harmonikkulög á meðan á samkomunni stendur.

Þá hefur Heimssýn sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að hún harmar framgöngu ESB í makríldeilu sambandsins við Íslendinga, auk þess sem hótanir um að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum eru harmaðar.

Hér er ágæt uppskrift fyrir matreiðslu á makríl:

Makríll í hvítlauki

2 miðstærðar makríl
5 hvítlauksrif, pressuð
100g smjör
salt
pipar
1 eða 2 sítrónur

Forhitið grillið að miðlungs hita og berið olíu á rimlana.

Bræðið smjör í lítinn pott og bætið hvítlauknum við.

Skerið þrjár rifur á báðum hliðum fisksins. Kryddið vel með salti og pipar. Setjið fiskinn á grillið í 4-5 mínútur. Snúið fiskinum við og látið liggja í 4-5 mínútur. Takið fiskinn af grillinu og setjið brædda hvítlaukssmjörið yfir (um það bil 2-3 matskeiðar).

Kreistið sítrónu yfir fiskinn og berið fram strax.

Namminamm!


mbl.is Heimssýn heldur makrílhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 968706

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband