Leita í fréttum mbl.is

Evruríki brjóta fjármálareglur

Þjóðverjar og Frakkar voru einna fyrstir til að brjóta fjármálareglurnar á sínum tíma þegar rekstur ríkissjóða þeirra gekk illa. Nú er útlit fyrir að Hollendingar muni ekki ná að hafa rekstur á ríkissjóði sínum innan við 3% hallamörkin og Finnar hafa tilkynnt að þeir muni fara upp úr skuldaþakinu á næsta ári.

Það er ljóst að opinber rekstur gengur ekki sem skyldi víða á evrusvæðinu.

 

Mbl.is greinir svo frá:

Holland, níunda stærsta hagkerfi evrusvæðisins, brýtur gegn reglum svæðisins um lágmarks leyfilegan fjárlagahalla á næsta ári ef fer sem horfir samkvæmt upplýsingum frá hollenskum stjórnvöldum.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að búist sé við að fjárlagahallinn verði 3,3% af landsframleiðslu þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir auknum aðhaldsaðgerðum á næsta ári upp á 6 milljarða evra sem tilkynnt verði um á morgun. Fjálagahallinn má mestur vera 3% samkvæmt reglum evrusvæðisins.

Þá tilkynntu finnsk stjórnvöld í gær að Finnland myndi á næsta ári brjóta gegn reglu evrusvæðisins um hámarks opinberar skuldir sem ekki mega vera meiri en sem nemur 60% af landsframleiðslu.

Hins vegar er útilit fyrir að Spánverjum takist að halda fjárlagahalla spænska ríkisins innan þess ramma sem stefnt var að á þessu ári eða 6,5% af landsframleiðslu. Þetta kom fram í máli Luis de Guindos, efnahagsráðherra Spánar, í gær.

Spánverjum var heimilað af framkvæmdastjórn Evrópusambandinu að miða við 6,5% fjárlagahalla í ár á meðan reynt væri að koma hallanum niður fyrir það sem reglur evrusvæðisins heimila. Það er 3% halla miðað við landsframleiðslu sem fyrr segir.


mbl.is Brjóta gegn reglum evrusvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 297
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 2963
  • Frá upphafi: 1252995

Annað

  • Innlit í dag: 260
  • Innlit sl. viku: 2683
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband