Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur ásetningur atvinnuforkólfa um pólitíska úttekt á ESB

Bakfallsstökk samtaka á vinnumarkaði inn á verksvið ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu ber vott um einbeittan pólitískan vilja til að setja fræðilega úttekt á málinu í pólitískan farveg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vísar þessu frumhlaupi þriggja forkólfa atvinnulífsins eðlilega á bug.

Í Morgunblaðinu í dag skrifar blaðamaðurinn Hjörtur J. Guðmundsson pistil undir yfirskriftinni: Vilja skýrsluna í pólitískan farveg. Í pistli Hjartar kemur eftirfarandi fram:

Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók við völdum síðastliðið vor var umsókn fyrri stjórnar um inngöngu í Evrópusambandið eins og kunnugt er sett í ákveðinn farveg. Margir hafa vafalaust talið eðlilegast að umsóknin væri dregin til baka strax að loknum þingkosningum í ljósi andstöðu nýrra stjórnarflokka við inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnin kaus hins vegar að fara þá leið að gera hlé á umsóknarferlinu á meðan unnin yrði skýrsla um stöðu þess og þróun mála innan Evrópusambandsins. Skýrslan yrði síðan rædd á Alþingi og kynnt þjóðinni áður en varanleg ákvörðun um framtíð ferlisins yrði tekin af ríkisstjórninni og þingmeirihluta hennar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt að ætlunin sé að fela hlutlægum aðila að vinna umrædda skýrslu og að viðræður þess efnis hafi staðið yfir við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Ekki sé þannig ætlunin að skýrsluvinnan fari fram á pólitískum forsendum líkt og fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna lögðu til fyrr í sumar þegar þeir óskuðu eftir aðkomu að henni. Því var eðlilega hafnað af ríkisstjórninni. Þrátt fyrir það hefur nú aftur verið lagt til að vinnan við skýrsluna verði sett í pólitískan farveg eins og fram kom í fjölmiðlum í gær en í þetta skipti af Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og Viðskiptaráði.Greint var frá því að samtökin þrenn hefðu ritað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf fyrr í vikunni þar sem óskað var eftir aðkomu að fyrirhugaðri skýrslugerð um Evrópumálin. Yrði ekki af því ætluðu þau eftir sem áður að láta gera eigin skýrslu í þeim efnum. Fram kemur í bréfinu að samtökin telji að halda eigi umsóknarferlinu að Evrópusambandinu áfram og ennfremur að einn helzti útgangspunktur slíkrar skýrslu eigi að vera með hvaða hætti það sé mögulegt. Þannig er deginum ljósara að ekki yrði um hlutlausa úttekt að ræða kæmu samtökin þrenn að málinu en erfitt er að sjá annan tilgang með þessu útspili þeirra en þann að reyna að hafa pólitísk áhrif á framgang þess.Vandséð er þar af leiðandi hvernig nálgun ríkisstjórnarinnar og Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs gæti átt samleið við skýrslugerðina. Kæmu þau engu að síður að málinu þýddi það þess utan að ófá önnur hagsmunasamtök í landinu, þar á meðal stjórnmálasamtök með og á móti inngöngu í Evrópusambandið sem sömuleiðis hafa mótað sér pólitíska afstöðu til málsins, gætu væntanlega eins farið fram á aðild að skýrslugerðinni. En hvað sem því líður er samtökunum þrennum vitanlega meira en frjálst að láta vinna skýrslu um Evrópumálin á eigin vegum þar sem væntanlega yrði lögð til grundvallar pólitísk afstaða þeirra til málsins líkt og kynnt er í bréfinu til forsætisráðherra.

(feitletrun Heimssýnar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 307
  • Sl. sólarhring: 425
  • Sl. viku: 2664
  • Frá upphafi: 1165581

Annað

  • Innlit í dag: 277
  • Innlit sl. viku: 2303
  • Gestir í dag: 270
  • IP-tölur í dag: 265

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband