Leita í fréttum mbl.is

Ástandið í evruríkinu Spáni versnar enn

Enn er ekki séð fyrir endann á evruvandanum. Skuldir spænska ríkisins fara enn vaxandi, eins og Eyjan.is greinir hér frá:

„Peningarnir streyma enn út úr spænska ríkiskassanum og á næsta ári munu skuldir ríkissjóðs nema um 100 prósentum af þjóðarframleiðslu landsins. Í dag skulda Spánverjar rúmlega 942 milljarða evra og fer sú upphæð hraðvaxandi en þetta svarar til 92,2 prósenta af þjóðarframleiðslunni.

Í lok þessa árs er reiknað með að skuldir ríkisins nemi 94,2 prósentum af þjóðarframleiðslunni svo aukningin er ansi hröð. Eftir eitt ár er reiknað með að skuldirnar verði komnar í 100 prósent af þjóðarframleiðslu en til samanburðar má nefna að í árslok 2012 námu þær 85,9 prósentum af þjóðarframleiðslu. Ef þetta gengur eftir nemur skuldaaukningin um 14 prósentustigum á tæpum tveimur árum.

Viðskiptavefur Jótlands-Póstsins segir að Spánverjar hafi fram að þessu búið að því að skuldir ríkisins hafa verið frekar í lægri kantinum miðað við önnur lönd í Suður-Evrópu, eins og Ítalíu, Grikkland og Portúgal, sem hafa lent illa í kreppunni. En það er að breytast hratt þessa dagana.

Spánverjar eru fastir í óhepplegri hringrás sem gerir ástandið í landinu sífellt verra, en þessi hringrás hófst 2008 þegar fasteignamarkaðurinn í landinu hrundi eftir mikla uppsveiflu í mörg ár. Þetta hefur aðallega haft áhrif á atvinnuleysið í landinu sem er 26 prósent sem eykur síðan enn á vandræðin í efnahagslífinu sem heild.

Reiknað er með neikvæðum hagvexti í ár eða sem nemur 1,3 prósenta samdrætti en spár gera ráð fyrir að á næsta ári verði hagvöxturinn jákvæður um 0,7 prósent og að það haldist í hendur við batnandi ástand í Evrópu og að miklar umbætur fari að skila árangri í að ná stjórn á efnahagsmálum landsins. Marianao Rajoy, forsætisráðherra, sagði nýlega að á næsta ári yrði auðveldara að minnka skuldir ríkisins vegna aukins hagvaxtar og þar með meiri tekna ríkissjóðs.

Á næsta ári verður spænska ríkið að selja ríkisskuldabréf fyrir 243,9 milljarða evra til að endurfjármagna skuldir sínar.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 173
  • Sl. sólarhring: 174
  • Sl. viku: 670
  • Frá upphafi: 1116772

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 577
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband