Leita í fréttum mbl.is

Ástandiđ í evruríkinu Spáni versnar enn

Enn er ekki séđ fyrir endann á evruvandanum. Skuldir spćnska ríkisins fara enn vaxandi, eins og Eyjan.is greinir hér frá:

„Peningarnir streyma enn út úr spćnska ríkiskassanum og á nćsta ári munu skuldir ríkissjóđs nema um 100 prósentum af ţjóđarframleiđslu landsins. Í dag skulda Spánverjar rúmlega 942 milljarđa evra og fer sú upphćđ hrađvaxandi en ţetta svarar til 92,2 prósenta af ţjóđarframleiđslunni.

Í lok ţessa árs er reiknađ međ ađ skuldir ríkisins nemi 94,2 prósentum af ţjóđarframleiđslunni svo aukningin er ansi hröđ. Eftir eitt ár er reiknađ međ ađ skuldirnar verđi komnar í 100 prósent af ţjóđarframleiđslu en til samanburđar má nefna ađ í árslok 2012 námu ţćr 85,9 prósentum af ţjóđarframleiđslu. Ef ţetta gengur eftir nemur skuldaaukningin um 14 prósentustigum á tćpum tveimur árum.

Viđskiptavefur Jótlands-Póstsins segir ađ Spánverjar hafi fram ađ ţessu búiđ ađ ţví ađ skuldir ríkisins hafa veriđ frekar í lćgri kantinum miđađ viđ önnur lönd í Suđur-Evrópu, eins og Ítalíu, Grikkland og Portúgal, sem hafa lent illa í kreppunni. En ţađ er ađ breytast hratt ţessa dagana.

Spánverjar eru fastir í óhepplegri hringrás sem gerir ástandiđ í landinu sífellt verra, en ţessi hringrás hófst 2008 ţegar fasteignamarkađurinn í landinu hrundi eftir mikla uppsveiflu í mörg ár. Ţetta hefur ađallega haft áhrif á atvinnuleysiđ í landinu sem er 26 prósent sem eykur síđan enn á vandrćđin í efnahagslífinu sem heild.

Reiknađ er međ neikvćđum hagvexti í ár eđa sem nemur 1,3 prósenta samdrćtti en spár gera ráđ fyrir ađ á nćsta ári verđi hagvöxturinn jákvćđur um 0,7 prósent og ađ ţađ haldist í hendur viđ batnandi ástand í Evrópu og ađ miklar umbćtur fari ađ skila árangri í ađ ná stjórn á efnahagsmálum landsins. Marianao Rajoy, forsćtisráđherra, sagđi nýlega ađ á nćsta ári yrđi auđveldara ađ minnka skuldir ríkisins vegna aukins hagvaxtar og ţar međ meiri tekna ríkissjóđs.

Á nćsta ári verđur spćnska ríkiđ ađ selja ríkisskuldabréf fyrir 243,9 milljarđa evra til ađ endurfjármagna skuldir sínar.“

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2020
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 974072

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband