Leita í fréttum mbl.is

43 milljónir Evrópubúa fá ekki nægan mat

Efnahagskreppan í Evrópu hefur margvíslegar afleiðingar. Nú fá 43 milljónir Evrópubúa ekki nægan mat og staða milljóna manna hefur breyst úr því að hafa það gott í að vera fátækir. Börn í Evrópu hafa það nú verra en foreldrarnir höfðu á sínum tíma.

Þetta kemur fram á pressan.is.

Þar segir enn fremur: 

Afleiðingar kreppunnar munu koma til með að vera langvarandi fyrir mikinn fjölda fólks og félagsleg áhrif verða mikil og geta valdið miklum samfélagslegum óróleika í framtíðinni. Þetta þýðir að góður jarðvegur verður fyrir uppgang afla sem eru fjandsamleg í garð útlendinga og aðhyllast ýmsar öfgaskoðanir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rauða krossins um ástandið í Evrópu að sögn Sænska ríkisútvarpsins. Skýrslan er byggð á reynslu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í 42 Evrópulöndum. Í 22 þeirra hefur fjöldi þeirra sem treystir á matargjafir Rauða krossins aukist um 75 prósent frá 2009 til 2012. 3,5 milljónir manna treysta á matargjafir Rauða krossins á degi hverjum. 43 milljónir manna fá ekki nægan mat og í fyrsta sinn á síðari tímum búa börn í Evrópu við verri lífsskilyrði en foreldrar þeirra.

Miðað við svipaða skýrslu Rauða krossins frá 2009 hefur ástandið versnað umtalsvert. Þeir sem voru þá illa settir eru verr settir í dag og stór hópur fólks sem tilheyrði hinni vinnandi millistétt hefur dregist inn í kreppuna og tilheyrir hópum fátækra og illra settra núna. 120 milljónir Evrópubúa eru í hættu á að dragast niður í fátækt samkvæmt tölum frá Eurostat, sem er einhverskonar Hagstofa ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 182
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1626
  • Frá upphafi: 1120082

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 1372
  • Gestir í dag: 150
  • IP-tölur í dag: 150

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband