Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll skriftar fyrir ESB-mönnum í Strassborg

Hvernig væri að Árni Páll skýrði fyrir Íslendingum hvers vegna hann hélt því fram fyrir þingkosningar 2009 að árið 2011 yrði lagt fyrir þjóðina að greiða atkvæði um aðild að ESB? Hvers vegna var ESB-aðildarviðræðunum ekki næstum því lokið fyrir kosningar í apríl 2013?

Þetta og fleira kemur fram á Evrópuvaktinni. Þjóðin hafnaði sneypulegri ESB-aðildarför Samfylkingarinnar í síðustu kosningum. Reyndar hafði Samfylkingin gefist upp í ársbyrjun á því ferli.

Nánar segir svo á Evrópuvaktinni með orðum Björns Bjarnasonar:

Á vefsíðunni visir.is má lesa mánudaginn 7. október:

ESB
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, á blaðamannafundi í Brussel 7. febrúar 2011.

„Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á leið til Strassborgar í Frakklandi þar sem hann mun eiga fundi með ráðamönnum Evrópusambandsins í boði þingflokks jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Í þingflokki jafnaðarmanna á Evrópuþinginu sitja 194 þingmenn frá öllum 28 aðildarríkjum ESB.

Árni Páll mun jafnframt hitta leiðandi þingmenn á Evrópuþinginu úr öllum flokkum. Hann mun funda sérstaklega með Hannes Swoboda, formanni þingflokks jafnaðarmanna, og Christian Dan Preda, sem leitt hefur vinnu við aðildarumsókn Íslands.

Þá mun hann eiga sérstakan fund með Stefan Füle, stækkunarstjóra ESB og Maria Damanaki, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórninni. Annað kvöld ávarpar formaður Samfylkingarinnar þingflokk jafnaðarmanna á sérstökum þingflokksfundi og fjallar um Evrópusamvinnuna frá sjónarhóli Samfylkingarinnar og stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB.“

Það er þakkarvert að Árni Páll Árnason fái tækifæri til að skrifta fyrir flokksbræðrum sínum og öðrum á ESB-þinginu og í framkvæmdastjórn ESB og lýsa hvernig haldið var á ESB-aðildarumsókn Íslands af flokksbróður hans Össuri Skarphéðinssyni. Hlýtur hann örugglega aflausn.

Þá er ekki að efa að Árni Páll segi ESB-mönnum frá „hamförunum“ sem gengu yfir flokk hans í kosningunum 27. apríl 2013 þegar hann galt mesta afhroð í tæplega 70 ára kosningasögu íslenska lýðveldisins. Hvaða skýringu skyldi hann gefa á þeim? Að hann hefði tekið við af Jóhönnu?

Hvernig væri að Árni Páll skýrði síðan fyrir Íslendingum hvers vegna hann hélt því fram fyrir þingkosningar 2009 að árið 2011 yrði lagt fyrir þjóðina að greiða atkvæði um aðild að ESB? Hvers vegna gerðist það ekki? Hvers vegna var ESB-aðildarviðræðunum ekki næstum því lokið fyrir kosningar í apríl 2013?

Viti Árni Páll ekki svörin við spurningunum um stöðuna gagnvart ESB getur hann ef til vill leitað þeirra í Strassborg og flutt boðskapinn til Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 172
  • Sl. viku: 966
  • Frá upphafi: 1117889

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 858
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband