Leita í fréttum mbl.is

Minni ríkin eru á áhorfendabekkjunum í ESB

Það eru aðeins stóru ríkin sem komast almennilega fyrir á hinum pólitíska leikvangi Evrópuríkja. Minni ríkin eru á áhorfendapöllunum. Þau eru ekki einu sinni á varamannabekkjunum. Þetta sést æ ofan í æ og nú síðast í umræðunni um bankasamband ESB.

Staksteinar Morgunblaðsins skýra svo frá í dag:

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hittast í Brussel í dag og helsta umræðuefnið er kunnuglegt; bankasamband. Í gær sagði FT frá því að útlit væri fyrir að loks næðist samkomulag um bankasambandið, það er að segja yfirþjóðlega stjórn á bankakerfinu, ekki síst til að Evrópusambandið geti gripið inn í ef bankar lenda í vanda.

Og hver skyldi ástæðan vera fyrir því að nú er útlit fyrir að samrunamönnum innan ESB takist að stíga enn eitt skrefið í átt að sambandsríki?
 
Jú, ástæðan er sú að fyrir fundinn þar sem fjármálaráðherrar allra ESB-ríkjanna hittast hafa Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, lagt á ráðin og komist að samkomulagi.
 
Íslenskir áhugamenn um aðild að Evrópusambandinu halda því iðulega fram að með aðild fengi Ísland »sæti við borðið« og hefði áhrif á gang mála.
 
Staðreyndin er hins vegar sú að á fundum eins og þeim sem haldinn er í Brussel í dag eru engar veigamiklar ákvarðanir teknar. Þeir eru meira í ætt við leiksýningu til að staðfesta formlega ákvörðun sem stóru ríkin hafa þegar tekið og til að leyfa þeim sem engu ráða að halda höfði gagnvart eigin þjóð.
 
Finnst einhverjum eftirsóknarvert fyrir Ísland að verða aukaleikari í slíkri leiksýningu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 116
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 1141
  • Frá upphafi: 1117401

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 991
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband