Leita í fréttum mbl.is

Kostir og gallar við aðild að ESB

Fréttamaður RUV heimsótti Króatíu á dögunum og komst að þeirri niðurstöðu að það væru bæði kostir og gallar við aðild að ESB. Athyglisvert er að það er tekið fram í frétt RUV að í raun styður aðeins lítill hluti þjóðarinnar aðild að ESB, það þurfti að breyta stjórnarskrá til að tryggja aðild Króatíu og ótti er um að nú muni ungt og efnilegt fólk flytjast frá landinu.

Að líkindum hefur þessi frétt verið í vinnslu frá því fréttamaður fylgdi íslenska landsliðinu í knattspyrnu til Króatíu á dögunum. Það er margt forvitnilegt sem fram kemur í fréttinni. Hún er endurbirt hér: 

 

Það voru mistök að breyta stjórnarskrá Króatíu til að tryggja stuðning við aðild að Evrópusambandinu. Betra hefði verið að brúa gjána á milli þings og þjóðar. Þetta segir króatískur prófessor í stjórnmálafræði, Nenad Zakosek að nafni.

Króatar gengu í Evrópusambandið í júlí síðastliðnum en þá voru tíu ár frá því að þeir sóttu um aðild. Þeir eru annað ríkið í fyrrverandi ríkjasambandi Júgóslavíu, sem gengur í ESB. Nágrannarnir í Slóveníu voru á undan. Ekki er hægt að segja að meirihluti Króata hafi verið að baki þeirri ákvörðun því aðeins 45 prósent tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra og breyta þurfti stjórnarskrá til að hún væri gild.

Samkvæmt stjórnarskránni hefði meirihluti þjóðarinnar þurft að samþykkja aðild að ríkjasambandi en eftir breytinguna var nóg að meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni væri hlynntur aðild. Gjáin á milli stjórnvalda og almennings kom því ekki í veg fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta telur Zakosek að hafi verið mistök. Hann áætlar að um þriðjungur þjóðarinnar sé hlynntur ESB, þriðjungur sé á móti og þeir sem eftir eru fallist á orðinn hlut, en án nokkurrar gleði.

Króatía er eitt af smærri ríkjunum í ESB. Fyrirfram óttuðust margir að með inngöngu í ESB væru þeir af glata pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði. Króatísk fyrirtæki yrðu ýmist gleypt af evrópskum risum eða þau yrðu ekki samkeppnishæf. Sömuleiðis segir Nenad Zakosek að margir hafi verið hræddir um að útlendingar ættu eftir að kaupa upp fasteignir við strendur landsins og besta ræktarlandið. Þá bjuggust margir við því að verðlag ætti eftir að hækka og lífskjör að versna.

Zakosek segir að enn sé of skammur tími liðinn frá því að Króatía gekk í ESB til að meta afleiðingarnar. Hann segir ljóst að mörg tækifæri fylgi aðild, en eitt og annað sé neikvætt. Helst kveðst hann vera uggandi vegna brottflutnings ungs menntafólks frá landinu. Vonandi eigi það þó eftir að breytast þegar frá líður.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna er ekki atvinnuleysi og framfærslu-óöryggi aðal-áhyggjuefnið við ESB?

Hvernig virkar verkamanna-kjarabaráttan hjá ESB?

Ætli ASÍ-Gylfi Arnbjörnsson og SA-"umhyggjufélagið" geti ekki svarað því?

Eða þurfum við að spyrja Vilhjálm Birgisson á Akranesi að því?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.12.2013 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 939
  • Frá upphafi: 1117538

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 821
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband