Leita í fréttum mbl.is

Karl Th. Birgisson misskilur Sjálfstæðisflokkinn

Það er greinilegt á ummælum Karls Th. Birgissonar í þættinum Í Vikulokin á RUV í dag að hann misskilur afstöðu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálunum. Landsfundur flokksins ályktaði að Ísland ætti ekki heima í ESB og að gera bæri hlé á viðræðum - og ekki taka þær upp undir nokkrum kringumstæðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Karl lætur hins vegar eins og það sé meginstefna Sjálfstæðisflokksins að halda viðræðum áfram. Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn er bundinn af landsfundarsamþykktum sínum og af ríkisstjórnarsáttmálanum sem segir nákvæmlega það sama um stefnuna í ESB-málunum eins og æðstu lýðræðissamkomur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Karl Th. Birgisson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Hann fór í umræðunni í morgun eins og sá orðasmiður sem bjó til hina þrí gildishlöðnu spurningu sem lögð var fyrir Samfylkingarfólkið fyrir 10 árum, en hún var á þessa leið: Vilt þú að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, sæki um aðild að ESB og leggi niðurstöður væntanlegra samninga fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.

Er hægt að treysta fólki sem semur slíkar þrí-gildishlaðnar spurningar fyrir málefnum þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvarlegra er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli misskilja Evrópu og umheiminn jafn gjörsamlega og raun ber vitni.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 20:39

2 Smámynd:   Heimssýn

Ættum við ekki að geta treyst því að það liggi mikil og vönduð vinna á bak við stefnumótun helstu stjórnmálaflokka í utanríkismálum, einkum þess flokks sem lengst af hefur haft mest fylgi og borið mesta ábyrgð á málaflokknum þar með? Annars getur misskilningur legið víða, t.d. hjá ýmsum um stöðuna í Evrópusambandinu, um misskiptinguna meðal þjóðanna sem evran á meðal annars sök á (misvægi í viðskiptum og eignasöfnun t.d. á milli Þýskalands og annarra vegna mismunandi framleiðslueiningakostnaðar sem leiðréttist mjög hægt), um atvinnuleysið sem af þessu leiðir á jaðarsvæðunum í suðri - og fleira?

Heimssýn, 22.12.2013 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 175
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 2148
  • Frá upphafi: 1182912

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 1877
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 146

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband