Leita í fréttum mbl.is

Botninn úr málstað ESB-aðildarsinna vegna blekkingariðju

bjorn_bjarnason
Augljóst er að botninn er dottinn úr málflutningi þeirra sem boðað hafa aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hin misheppnaða vegferð frá sumri 2009 þegar aðildarumsóknin var lögð fram hefur veikt mjög málstað ESB-aðildarsinna. Þeir tala ekki heldur lengur um aðild heldur rétt fólks til að viðræðum við ESB verði lokið.
 
 
Svo sagði Björn Bjarnason á Evrópuvaktinni í gær. Hann sagði jafnframt:
 

Guðmundur Steingrímsson, forystumaðaur Bjartrar framtíðar, er helsti talsmaður þess sjónarmiðs að ljúka beri viðræðunum við ESB. Hann sagði til dæmis í þingræðu fimmtudaginn 16. janúar:

„Til að geta tekið upplýsta ákvörðun um það hvort hag Íslendinga sé best borgið innan Evrópusambandsins eða t.d. með áframhaldandi veru einungis í Evrópska efnahagssvæðinu þá þurfum við að klára aðildarviðræður. Við þurfum að sjá samning, öðruvísi getum við ekki afsannað ýmsar bábiljur sem eru núna ansi fyrirferðarmiklar í umræðunni um það hvað muni standa í samningnum. Einu sinni sögðu menn að ef við mundum gera samning við Evrópusambandið þyrftu íslensk ungmenni að ganga í evrópskan her. Nú er búið að loka kaflanum um varnar- og öryggismál. Þar stendur alveg skýrt og skorinort í sérstökum íslenskum fyrirvara að ekkert slíkt verði uppi á teningnum. Samningaviðræðurnar byggja auðvitað á eðli og gerð Evrópusambandsins en líka á sérstöðu þjóðanna. Það sem við þurfum að fá úr skorið er upp að hve miklu marki mun samningurinn byggja á sérstöðu Íslendinga. Þetta þarf að koma fram.

Það á alltaf að hringja viðvörunarbjöllum í lýðræðissamfélagi þegar ríkjandi stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir að ferli sem miðar að því veita okkur sem bestar upplýsingar til að taka skynsamlegar ákvarðanir er hindrað. Það á alltaf að hringja viðvörunarbjöllum. Við eigum að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Við eigum að fá að sjá samninginn í þessu tilfelli.“

Þetta er dæmigerður málflutningur fyrir þá sem tala eins og þeir viti ekki neitt um hvað bíði Íslendinga eftir aðild að ESB. Látið er eins og Íslendingar muni semja um eitthvert allt annað Evrópusamband en nú starfar. Það takist með viðræðum íslenskra embættismanna við Brusselmenn að skapa allt annan veruleika innan sáttmála ESB en nú ríkir. Málsvarar þessa þekkingarleysis á ESB eru annaðhvort hreinlega ekki með á nótunum í umræðum um ESB eða þeir stunda vísvitandi blekkingar.

Þegar upp er staðið er það þessi blekkingarleikur sem hefur spillt málstað ESB-aðildarsinna mest. Þeir hafa neitað að ræða málið með vísan til staðreynda. Þeir hafa grafið undan eigin trúverðugleika og glíma nú við trúnaðarbrest sem þeir hafa sjálfir skapað. Þetta hefur einnig skaðað íslenska utanríkisráðuneytið sem hefur misserum saman sent frá sér tilkynningar um frábæran framgang ESB-viðræðnanna þegar í raun hefur ekki verið lokið öðru en því sem þegar lá fyrir að yrði auðleyst vegna aðildar Íslands að EES.

Merkilegt er að Guðmundur Steingrímsson skuli nefna umræðuna sem spratt hér á landi vorið 2010 um sameiginlegan her á vegum ESB og aðild Íslendinga að honum gerðust þeir aðilar að ESB. Það er rétt hjá Guðmundi að kaflanum um utanríkis- og öryggismál hefur verið lokað í viðræðum ESB og Íslands.

Hér á síðunni hefur efni þessa máls verið rakið í fimm greinum. Niðurstaðan sem fyrir liggur er í samræmi við þá stöðu innan ESB um þessar mundir að hvert ESB-ríki á síðasta orð um utanríkis- og öryggismál. ESB þurfti ekki annað en staðfesta það við Íslendinga. Hitt nefnir Guðmundur Steingrímsson ekki að í Lissabon-sáttmálanum er gert ráð fyrir sameiginlegri varnarstefnu ESB-ríkjanna og sameiginlegu afli til að fylgja henni eftir. Gerðust Íslendingar aðilar að ESB yrðu þeir að gangast undir þessi sáttmálaákvæði. Það er yfirlýst markmið þeirra sem stefna að fullri framkvæmd Lissabon-sáttmálans að framkvæma þetta ákvæði hans eins og önnur þegar tækifæri gefst til að stíga samrunaskref á þessu sviði. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 171
  • Sl. viku: 965
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 857
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband