Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir EES-samninginn hafa tekið miklum breytingum

Sigmundur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir EES-samninginn hafa tekið gríðarlegum breytingum frá því hann var samþykktur. Spurningin er sú hvort þróun hans endurspegli ekki að einhverju leyti þær breytingar sem eiga sér stað á ESB sjálfu. Við vitum aldrei hvert það þróast.

 

Sigmundur var í viðtali við Sigurjón Egilsson í Sprengisandsþætti Bylgjunnar. Þar nefndi forsætisráðherrann að EES-samningurinn hefði tekið mjög miklum breytingum. Hann hefði  verið fáeinar blaðsíður til að byrja með en yxi nú nánast stjórnlaust. Jafnframt sagði ráðherrann að það væri ljóst að Íslendingar ættu að geta haft meiri áhrif á þróun reglugerða innan EES-samningsins. Það ætti að vera hægt bæði á upphafsstigum reglugerðavinnunnar og eins við innleiðingu hér á landi. Þar ætti að vera hægt að taka meira tillit til aðstæðna hér á landi. Það kosti hins vegar mikla vinnu og fjármagn til að sinna þessu svo vel væri.

Þessi þróun á EES-samningnum sem Sigmundur nefnir leiðir þó hugann að þeirri spurningu hvort eitthvað álíka eigi ekki við þróunina á Evrópusambandinu sjálfu. Það byrjaði sem bandalag til að stuðla að frjálsum viðskiptum (og til að tryggja frið), en er nú orðið að miðstýrðu pólitísku bandalagi með mikinn lýðræðishalla af ýmsu tagi. 

 

 

Þéttara samstarf þjóða á norðurslóðum

Það var athyglisvert sem Sigmundur nefndi í sambandi við mögulega samvinnu við Norðmenn innan EES-samningsins. Hann sagði að það ætti að geta skilað árangri fyrir Íslendinga að hafa nánara samstarf við Norðmenn því það væri margt sameiginlegt með aðstæðum í Noregi og hér á landi, sérstaklega þegar borið væri saman við meginland Evrópu.

 

Ennfremur nefndi forsætisráðherra að þróun EES-samningsins gerði það að verkum að núningur við ákvæði í stjórnarskrá Íslands yrði sífellt meiri. Á sínum tíma, áður en EES-samningurinn var samþykktur hér á landi, hefði verið unnið umdeilt lögfræðiálit um að EES-samningurinn stangaðist ekki á við stjórnarskrá Íslands. Þróunin síðan benti æ oftar til þess að vafamál væri að slíkt álit stæðist vegna þeirra breytinga sem hefðu átt sér stað á EES-samningnum.
 
Þetta þarf náttúruleg a að skoða vel. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.12.): 17
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 1712
  • Frá upphafi: 1178189

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1495
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband