Föstudagur, 14. mars 2014
Framtíð Íslands utan ESB
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesti að Íslendingar fá engar varanlegar undanþágur varðandi sjávarútveg eða landbúnað. Þetta hefur að vísu alltaf komið skýrt fram þegar rætt hefur verið við talsmenn ESB og þeir hafa ekki verið að stunda blekkingarleikinn sem stuðningsmenn sambandsins hér á landi hafa verið að gera. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu hrikaleg áhrif það hefði á lífskjör komandi kynslóða á Íslandi ef forráð yfir helstu auðlindum landsins yrðu afhent einhverjum embættismönnum í Brussel. Um þær afleiðingar eru flestir sammála. Aðlögun Íslands að Evrópusambandinu hefur þó fleiri slæmar afleiðingar í för með sér eins og almenningi hefur orðið æ ljósara undanfarið. Í ljósi þessa er eina rétta ákvörðunin, sem núverandi ríkisstjórn getur tekið varðandi umsókn Íslands, að draga hana til baka. Við það myndu margir möguleikar opnast. Sá möguleiki sem liggur ljósast fyrir er aukin viðskipti og samstarf við Bandaríkin, sem hafa dregist mikið saman vegna aðlögunarferlis Íslands að Evrópusambandinu. Þetta aðlögunarferli er hægt að stöðva og vinda ofan af, enda eru margar reglugerðir sem samþykktar eru í gegnum EES-samninginn afturkræfar ef vilji er fyrir hendi. Það er ljóst að það væri stjórnarskrárbrot ef Brussel hefði meiri löggjafarvald á Íslandi en Alþingi Íslendinga. Í lengri tíma hafa íslenskir embættismenn beitt Alþingi miklum þrýstingi til að samþykkja reglugerðir frá Brussel sem hafa í sumum tilfellum verið hreint og beint skaðlegar íslenskum hagsmunum. Þar nægir að geta tæknilegra viðskiptahindrana á innflutningi bíla, barnastóla og annarra vara frá Bandaríkjunum og þjóðum utan Evrópusambandsins. Dæmi um skaðlegar reglugerðir eru þó margfalt fleiri og í mörgum tilfellum mikil höft á athafnafrelsi einstaklingsins og meira í ætt við hugmyndir frá tímum kommúnismans en reglugerðir settar á 21. öldinni. Þessar reglugerðir eru þess valdandi að samkeppnishæfni Íslands versnar og lífskjör dragast saman og löngu orðið tímabært að endurskoða þær.
Ef ríkisstjórnin afturkallaði aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu yrðu það skýr skilaboð um að Ísland hefði áhuga á meiri samstarfi við nágrannaþjóðir okkar í vestri. Sú stefnubreyting yrði sem eitur í beinum margra ESB-sinna, sem sjá enga framtíð nema í faðmi ESB, en aukin samskipti við Bandaríkin eru örugglega í samræmi við þjóðarvilja. Það væri alls ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að Bandaríkin vildu gera fríverslunarsamning við Ísland ef sú stefna yrði tekin að hætta við frekari innlimun í Evrópusambandið. Þar yrði hægt að taka meira tillit til hagsmuna Íslands en væntanlegur fríverslunarsamningur á milli ESB og Bandaríkjanna, sem er að vísu búið að leggja á ís í bili vegna andstöðu Frakka. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin yrði mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og aukinn innflutningur frá Bandaríkjunum, þegar tæknilegum viðskiptahindrunum yrði rutt úr vegi, myndi auka kaupmátt almennings, enda eru frjáls viðskipti og aukin samkeppni á jafnréttisgrunni ávallt til góðs.
Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag, sem myndar varnarmúra utan um hagsmuni stórfyrirtækja í Evrópu og í eðli sínu berst það gegn frjálsum viðskiptum milli þjóða. Það má leiða rök að því að lífskjör almennings í sumum ríkjum Evrópu hafa versnað m.a. vegna aukinna hafta og minna viðskiptafrelsis Evrópuþjóða við þjóðir utan Evrópu. Það eru alls ekki hagsmunir Íslands að festast inni í tollabandalagi sem hefur allt aðra hagsmuni en íslenskt atvinnulíf. Viðskiptafrelsi við þjóðir heims á verulega undir högg að sækja á Íslandi vegna margvíslegra reglugerða sem teknar eru inn í gegnum EES-samninginn. Reglugerðir sem engin ástæða hefur verið til að taka upp í mörgum tilfellum. Það er erfitt að ímynda sér að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur ávallt barist fyrir frelsi í viðskiptum og minni afskiptum ríkisvaldsins af lífi einstaklingsins, geti stutt frekari aðlögun að ESB, þegar afleiðingarnar eru sífellt að verða ljósari.
Nýjustu færslur
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Í...
- Raunvextir í Bretlandi á svipuðu róli og á Íslandi
- Vaxtavitleysa
- Er stefnan eintóm blekking?
- Um hvað snýst málið?
- Á Seltjarnarnesi
- Að fá einhverja aðra til að stjórna
- Vindhögg
- Bjarni bilar ekki
- Er ekki bara best að banna meira?
- Sósíalistar og Evrópusambandið
- Obb, obb, obb, Áslaug Arna
- Feitur reikningur
- Hinn guðlegi lækningamáttur Evrópusamstarfsins
- Evrópusambandið og vopnaframleiðsla í Ísrael
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 168
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 1672
- Frá upphafi: 1160337
Annað
- Innlit í dag: 146
- Innlit sl. viku: 1461
- Gestir í dag: 142
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvers vegna ætti Ísland ekki að ganga úr EES?
Var það ekki frjálst flæði bankaræningja, frá eftirlitslausu regluverki EES, sem komu Ísland í núverandi stöðu?
Það góða í dag er kannski, að Ísland verður áfram staðsett á jörðinni. Það verða líka öll önnur lönd jarðar.
Samskiptin í heiminum verða að snúast um velferð almennings, í sátt og samvinnu við viðurkennda nútíma-mannúð og siðferði, en ekki í samvinnu við dómsstólavarða frjálsa bankaræningja, þvert á landamæri.
Fornaldarstríð, hernaður og siðlaus græðgi heimsvelda, er ekki á óskalista neinna siðferðisþroskaðra einstaklinga jarðarinnar. Enda skapar slíkt ástand með tíð og tíma, einungis tortímingu alls lífs á jörðinni.
Hver vill slíkt tortímingar-siðleysi?
Og hver sjúkdómsgreinir siðblinda og helsjúka heimveldis-bankaræningja-valdagræðgi-sjúklinga?
Heimsvaldafíknar-sjúklingarnir, sjúkdómsgreina sjálfa sig aldrei!
Hver gerir það þá? Dómsstólar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.3.2014 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.