Leita í fréttum mbl.is

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur mótmælir aðildarviðræðum við ESB

itr_logo
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur mótmælti í maí 2010 því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir skyldi ákveða að hefja aðildarviðræður við ESB á þjóðhátíðardeginum 17. júní 2010. Þau sem mótmæltu þessu voru Sóley Tómasdóttir, núverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og ráðsfulltrúarnir Stefán Jóhann Stefánsson, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason og Sigfús Ægir Árnason. Auk þess studdi áheyrnarfulltrúinn Egill Örn Jóhannsson þessa afstöðu.
 
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar lét bóka að hún teldi íþrótta- og tómstundaráð fáránlegan vettvang til að ræða utanríkismál, hvað þá hvenær ESB héldi sína fundi. Sem kunnugt er hefur nú meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins í borginni nú nýverið ákveðið að gefa sig í umræðu um utanríkismál.
 
Visir.is greindi m.a. frá þessu. 
 
Meðfylgjandi er úr fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 21. maí 2010: 
 
.....

Dagskrárliður nr. 8: Rætt um hátíðarhöld á 17. júní.
Lögð fram eftirfarandi bókun SJS:
Þeirri ósk er beint til Ríkisstjórnar Íslands að sjá til þess að skugga verði ekki varpað á hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslendinga með því að að ákveðið verði að hefja aðildarviðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins á þeim degi. Hér er um viðkvæmt deilumál að ræða og minna má á að meirihluti þjóðarinnar hefur lýst sig andvígan aðild að sambandinu.
Undir þessa bókun tóku: KM, VS, BG, SÆÁ, ST og EÖJ.

Lögð fram eftirfarandi bókun OS:

ÍTR er fáránlegur vettvangur til að ræða utanríkismál, hvað þá hvenær ESB heldur fundi sína. 17. júní á að vera dagur barnanna í borginni - ekki andstæðra fylkinga í Evrópumálum. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 329
  • Sl. viku: 1032
  • Frá upphafi: 1119475

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 881
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband