Leita í fréttum mbl.is

Er íbúum ESB-landa fyrirmunað að vinna?

Unemployment_rates_seasonally_adjusted_July_2014

Atvinnuþátttaka í mörgum Evrópulöndum er lítil og lífeyrisaldur víða lágur. Atvinnuleysi er mikið. Á evrusvæðinu er það um 12%. Það er frá 5% í Þýskalandi og upp í 27% í Grikklandi. Vinnandi stéttir standa varla undir velferðarkerfinu og hagkerfið stendur í stað.

Hér á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist, eða tæplega 80%. Óvíða er atvinnuþátttaka kvenna hærri, en það þykir til marks um að jafnrétti kynja sé meira hér á landi en víðast annars staðar. Atvinnuleysi hér á landi er aðeins 3,3% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Meðaltalið í evrulöndunum er um 12%. Þrjátíu milljónir manna ganga atvinnulausar í ESB-löndunum - fyrir utan álíka fjölda sem ætti að vera á vinnumarkaði en er það ekki.

Það er nefnilega sjaldan nefnt í umræðunni að þátttaka á vinnumarkaði í Evrópu er víða fremur lítil. Þannig er atvinnuþátttakan oft aðeins í kringum 60%, eins og á Ítalíu, á meðan hún er nálægt 80% hér á landi.

Þá er oft ekki talið með hið dulda atvinnuleysi þegar rætt er um atvinnuleysistölur. Þekkt er þegar Göran Persson og jafnaðarmannaflokkur Svíþjóðar töpuðu þingkosningunum árið 2006 vegna þess að sannað þótti að þeir áttu þátt í að fela atvinnuleysi með því að skrá fólk veikt og að hluta á lífeyri í stað þess að skrá það atvinnulaust.

Víða í Evrópu er eftirlaunaaldur mun lægri en hér á landi og hafa ófáar tilraunir verið gerðar til að hækka hann. Ýmsir hópar fara á eftirlaun 55 ára eða fyrr, ekki aðeins í Suður-Evrópu, heldur hefur þessi þróun náð víða.

Með hækkandi lífaldri, lágum eftirlaunaaldri og miklu atvinnuleysi eru það því sífellt færri sem standa undir velferðarkerfi Evrópulanda.

Það er verulegt áhyggjuefni.

 

Sjá nánar hér og hér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 303
  • Sl. sólarhring: 472
  • Sl. viku: 2384
  • Frá upphafi: 1188520

Annað

  • Innlit í dag: 265
  • Innlit sl. viku: 2161
  • Gestir í dag: 251
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband