Fimmtudagur, 18. september 2014
Misskilningur Egils Helgasonar
Andstaða við aðild að ESB hér á landi byggist að mestu leyti á því að okkur muni farnast betur efnahagslega að vera fyrir utan ESB. Þannig héldum við yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindum landsins. Enn fremur er hætt við að aðild að myntbandalagi evrunnar færi illa með okkur þar sem hagsveiflur og hagþróun er með allt öðrum hætti hér á landi en á meginlandi Evrópu.
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerir því skóna að aðild að ESB byggist einkum á þeirri trú að ESB-aðild myndi ógna þjóðerni Íslendinga. Það er óljóst hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu, en umræðan um aðild að ESB hefur lítið ef eitthvað snúist um þetta upp á síðkastið.
Þvert á móti snýst andstaðan við ESB-aðild að miklu leyti um það að yfirráð yfir auðlindum okkar og þar með yfir þeim grunni sem velferð okkar byggist á myndi færast til Brussel. Jafnframt byggist andstaðan á því að vald til samninga við önnur ríki, t.d. til að gera viðskiptasamninga og fiskveiðisamninga við önnur ríki, flytjist frá Íslandi til Brussel.
Andstaðan við aðild að ESB hefur því ekki snúist um þjóðerni sem slíkt heldur um inntak þess lífs sem við lifum á Íslandi og hvort við viljum stjórna okkar málum meira eða minna. Þjóðerni er þar í sjálfu sér aukaatriði.
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 20
- Sl. sólarhring: 304
- Sl. viku: 2389
- Frá upphafi: 1165017
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2033
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þannig hefur það alltaf verið,þá sjaldan að það kemur í athugasemdum er eftir langdregið karp um innbyggja og ehv. eftir fyrirhugaða byggingu Mosku.Ég hafði gleymt hvernig kommúnismi er/var og hryllti við lýsingum hins greinargóða vestfirðings,Jóns Baldvins,á Sögu í gær.Hvernig Eistlendingar voru fluttir nauðugir í Gúlakið og Rússar aftur í þeirra stað til Eistlands.Mér varð hugsað,getur þetta nokkurn tíma komið fyrir landið okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2014 kl. 17:52
Værum við verr settir með yfirráð yfir fiskveiðiauðlindum okkar í Brüssel, í stað LÍÚ?
Værum við verr settir með stjórnun mála þeirra flóttamanna sem hingað koma í Brüssel, fremur en hjá siðleysingjum og aulum eins og Hönnu Birnu og Gísla Frey?
Værum við verr sett með meiri aðlöguna að Evrópsku löggjöfinni, í stað þeirrar íslensku sem virðist nær eingöngu beint gegn snærisþjófum?
Værum við verr sett með aðgang að landbúnaðarvörum EU landa?
Þá munu nú vera skiptar skoðanir um "inntak" þess lífs, sem var einkennandi fyrir hrunið hér á klakanum. "Inntakið" sem varð til þess að forseta ræfillinn hrópaði, "we are different", og endaði með efnahagslegu hruni sem kostað hefur margan Íslendinginn bæði aleigu og heilsu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2014 kl. 18:18
Helga, ég tek ekki mark á orði frá Jóni Hannibalssyni, hversu rólegur eða skýr hann kann að virðast. Hann var líka skýr í lýsingum á landsölu Íslands, þó ekki orð væri satt. Hann er í ofanálag samfylkingarlegur, eins og Þorsteinn Pálsson.
Elle_, 18.9.2014 kl. 19:10
Og Egill Helgason er allt einhvern veginn röngu megin í fullveldismálinu. Líka þegar þetta veldi ætlaði að beita kúgun og þvingun og heimtaði ríkisábyrgð á skuld sem var aldrei ríkissjóðs. Og þeir vissu það.
Elle_, 18.9.2014 kl. 19:38
Gertis eitthvað annað en að evrópusambandið leggur blessun sína yfir veiðitillögur Havró?
Tryggvi Skjaldarson (IP-tala skráð) 18.9.2014 kl. 21:33
Þetta er alveg rétt hjá Agli. Að halda þvi fram að efnahagslega muni okkur farnast betur utan ESB eru mikil öfugmæli.
Ísland mun í reynd ráða yfir sinni fiskveiðilögsögu. Þó að formlegt vald til að ákveða heildaraflann færist til Brüssel verða engar ákvarðanir teknar fyrr en eftir ráðgjöf frá Íslendingum.
Þar sem um er að ræða staðbundna stofna verður farið að ráðgjöf Íslendinga enda eiga aðrar þjóðir ekki hagsmuna að gæta.
Þar eð ESB er vegna stærðar í aðstöðu til að ná mun betri viðskiptasamningum en Ísland verður það okkur til hagsbóta að ganga inn í þá samninga þó að eigin samningum sé fórnað.
Veit Heimsýn ekki að náttúruauðlindir eru á forræði landanna en ekki ESB?
Það þarf því ekkert að óttast varðandi orkuauðlindir þó hugsanlega verðum við skuldbundin til að selja ESB-löndum orku við sérstakar aðstæður frekar en öðrum. Er það ekki bara hið besta mál?
Mesti efnahagslegi ávinningurinn með ESB-aðild og upptöku evru er að losna við ónýtan gjaldmiðil. Stöðugleiki og aukin samkeppnishæfni með nýjum atvinnutækifærum fylgja upptöku evru.
Lítil verðbólga, engin verðtrygging, miklu lægri vextir á jafnt innlendum sem erlendum lánum einkaaðila og opinberra aðila verða mikil lyftistöng fyrir íslenskt efnahagslíf. Almenn velmegun eykst og spilling minnkar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 18.9.2014 kl. 21:50
Okkur hefur farnast betur utan ESB.
Við losnuðum við að taka á okkur klyfjarnar vegna Icesave. ESB-ríkin vildu knýja okkur til að taka ekki bara Icesave á okkur heldur að ríkið tæki megnið af skuldbindingum bankanna á sig. Ætli það hafi ekki bara verið Guð sem forðaði okkur frá því :-).
Staða okkar efnahagslega er mun vænlegri en flestra ESB- og evruríkja. Atvinnuleysi er miklu minna, atvinnuþátttaka miklu meiri og hagvöxtur miklu meiri. Eignaverð hefur hrapað í sumum evrulöndum og það gert stöðu húseigenda mun verri.
Það er rétt hjá Ásmundi að formleg yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni myndi flytjast til ESB með aðild. Auk þess hefðum við ekkert að segja um flökkustofna. Þannig hefðum við varla veit makrílbröndu ef við hefðum verið í ESB. Það er út af fyrir sig líka umhugsunarefni ef við yrðum að beina orkusölu fyrst og fremst til ESB-landa við aðild, eins og Ásmundur heldur fram.
Með evru færum við hugsanlega í svipaða stöðu og Grikkir og önnur jaðarríki sem hafa farið halloka í samkeppni við Þjóðverja og aðrar kjarnaþjóðir. Ásmundur og ESB-sinnar neita að viðurkenna þá skekkju sem evran hefur valdið í samkeppni á milli evruríkjanna með tilheyrandi skuldasöfnun og atvinnuleysi í jaðarríkjunum en eignasöfnun hjá Þjóðverjum. Alls staðar í Evrópu viðurkenna menn þetta - sjá m.a. hér.
http://www.heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1445823/
Og talandi um spillingu, Ásmundur! Eru menn búnir að gleyma öllum skýrslunum sem skrifaðar hafa verið um spillingu í ESB-löndunum??
Heimssýn, 18.9.2014 kl. 22:27
Það er algjörlega bráðnauðsynlegt að koma fiskinum undan yfirráðum sjalla, framsóknarmanna, almennra þjóðbelginga og forsetagarms.
Með yfirráðum Brussel yrði öllum almenningi betur borgið þessu viðvíkjandi því Brussel myndi alltaf slá á hendi þeirra sjalla þegar ofríki þeirra og ofstopi LÍÚ-klíkunnar keyrðiúr hófi.
Það er yrði alltaf betra fyrir almenning ef yfirráð yrðu í Brussel. Það er ekki deilt um það í raun.
Það sem er deilt um er, hvort ekki væri affarasælast að taka kvótann frá sjöllum og framsóknarmönnum og bjóða út á ESB svæðinu.
Það væri alveg hægt að prófa að tala við færeyinga fyrst. Hvort þeir fengjust til að taka þetta að sér gegn sanngjörnu framlagi í sameiginlega sjóði landsins.
En sem kunnugt er hefur LÍÚ-klíkan neitað að greiða sanngjarnan skerf í sameiginlega sjóði og hefur þar með beisiklí sagt sig úr þjóðinni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.9.2014 kl. 22:50
Elle ég veit það, eftirmiðdags viðtölin eru oft áhugaverð og ég styllti á Sögu i bílnum og hlustaði á þennan kafla meðan ég beið eftir farþega..Það átti svo vel við að minnast á það,vegna efnis pistilsins hér sem afneitar með réttu að Nei-Esb snúist um þjóðerni.- hvað sem öðru líður lifði ég mig inn í frásögnina með hrolli. Ætli ég fari ekki nærri um það hverjir eru svo ofurskýrir að ekki er hægt að villast á þeim. Meðan ruglan herjar ekki á heilann í mér,eru þeir svarnir pólitískir óvinir,en það kemur fyrir að byssa mín er ekki hlaðin.
Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2014 kl. 00:32
Að það séu skrifaðar skýrslur um spillingarmál sýnir að það er tekið á spillingunni. Hér er ekkert gert nema kvartað á bloggsíðum.
Krónan er mikill gróðrarstía spillingar. Hinn margrómaði sveigjanleiki hennar er í raun leið hinna betur settu til að taka til sín fé á kostnað almennings með gengislækkunum
Þegar fé getur flust frjálst milli landa, stunda hinir betur settu að flytja það úr landi þegar gengi krónunnar er i hámarki til að flytja það heim aftur eftir gengishrun og hefur féð þá jafnvel tvöfaldast i krónum talið. Almenningur tapar.
Þegar gjaldeyrishöft eru, njóta ýmsir þeirra forréttinda að fá gjaldeyri á kostakjörum sem þeir geta síðan selt á mun hærra verði og síðan endurtekið leikinn. Fyrirtæki hafa verið stofnuð til að finna smugur í höftum til að koma fé úr landi.
Það er aðeins umframorka sem við getum hugsanlega þurft að selja ESB-löndum. Það er enginn fórn fólgin í því enda liggur beint við að selja orkuna þangað eftir tilkomu sæstrengs.
Mjög líklega hefði makríldeilan fengið farsælan endi fyrir okkur innan ESB enda reynir ESB alltaf að koma til móts við aðildarþjóðirnar.
Ef það hefði ekki borið fullnægjandi árangur hefðu Íslendingar getað lagt málið fyrir Evrópudómstólinn sem allar líkur eru á að hefði dæmt okkur í vil.
Í því sambandi má rifja upp að Bretar voru ósáttir við kvótahopp Spánverja og báru deiluna undir Evrópudómstólinn sem úrskurðaði að Bretar gætu sett skilyrði um tengsl útgerðanna við Bretland.
Varðandi aðra flökkustofna myndum við halda okkar hlutdeild eftir inngöngu í ESB skv reglunni um hlutfallslegan stöðugleika, sem einnig tryggir okkur allar aflaheimildir í staðbundnu stofnunum.
Icesave hefði aldrei komið upp ef við hefðum haft evru. Icesave var neyðarúrræði bankanna til að afla rekstrarfjár eftir að lánamarkaðir lokuðust. Með Ísland í ESB með evru hefði ekki verið nein ástæða til að grípa til slíkra úrræða.
Það er ekki mikið álit sem Heimssýn hefur á íslenskri efnahagsstjórnun ef hún telur líkur á að Ísland fari sömu leið og Grikkir sem geta kennt sjálfum sér um eigin ófarir. ESB hefur lært af reynslunni og gert ráðstafanir til að koma i veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
Efnahagsleg staða Íslands er mun verri en samanburðarlandanna. Íslenska ríkið skuldar miklu meira og nýtur margfalt verri vaxtakjara.
Lánskjör heima fyrir eru einnig miklu verri og laun miklu lægri. Framleiðni er léleg og landsframleiðsla mun verri en hjá mörgum samanburðarlandanna.
Mikill hagvöxtur og mikil atvinna koma ekki til af góðu. Lág laun örva atvinnu og fé sem er fast innanlands en vill út er nýtt hér í óarðbær verkefni.
Gjaldeyrishöftin eru eins og krabbamein á efnahagskerfinu. Þau verða hér óhjákvæmilega áfram í einhverri mynd þó að þau samrýmist ekki EES-samningum. Brottrekstur úr EES er því yfirvofandi ef ESB-viðræðum verður slitið.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 00:49
"Eru menn búnir að gleyma öllum skýrslunum sem skrifaðar hafa verið um spillingu í ESB-löndunum??"
Telja talsmenn Heimssýnar að spillingin í EES löndunum stafi af EES? Það var auðvitað enginn spilling á Ítalíu og Grikklandi áður en þessi lönd gengu í EES.
Jónas Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 09:51
Er ekki mergur málsins að finna út hverjir þiggja laun úr áróðurs sjóðum ESB. Samkvæmt lögum verða menn að gefa upp laun í hvaða formi sem þau eru þ.e. hlunnindi og annað. Er ''kannski'' t.d. Egill Helgason einn þeirra. Það á að vera hægt að knýja þetta út frá Evrópustofunni þ.e. áður en hún var lögð í hendur verktaka og líklega hefir verið átæða fyrir því að það var gert. Kannski yfirhylming.
Valdimar Samúelsson, 19.9.2014 kl. 11:18
Krónan er uppspretta meiri spillingar en flestir gera sér grein fyrir.
Það er enginn maður með mönnum í elítunni fyrir sunnan, nema hann eigi "bank account" erlendis. Annars bara ræfill sko. Órúlegustu furðufuglar eru í þeim hópi.
Hvað haldið þið að íslensku bankarnir, t.d. í Lux hafi verið að bralla? Eðlilega vilja framsjallar ekki að ríkisskattstjóri festi kaup á upplýsingum um bankareikninga innbyggjara í útlandinu. Eðlilega. Hver vill sjá sitt eigið nafn, eiginkonunnar eða frænda á slíkum lista?
Satt að segja er Ísland "durch und durch korrupt".
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 12:46
Kæri Jónas. Í setningunni sem þú vitnar til, og er eiginlega aukaatriði í þessari umræðu, er brugðist við þeirri fullyrðingu ESB-aðildarsinna að spilling muni minnka hér á landi með aðild að ESB. Ekki er munað betur en að ýmsar upplýsingar bendi til að hér á landi sé spilling almennt minni en víða í Evrópu. Jafnframt hefur komið fram í fréttum að margar Evrópuþjóðir í ESB hafi enn talsverðar áhyggjur af spillingu í heimalandi sínu þrátt fyrir ára- eða áratugalanga aðild að ESB og forverum þess. Í meðfylgjandi skýrslu (sjá tengil að neðan) kemur m.a. fram það mat að kostnaður vegna spillingar í ESB-löndunum sé um 120 milljarðar evra á ári eða sem svarar tæplega tuttugu þúsund milljörðum íslenskra króna. Vitanlega er þetta hlutfallslega mismikið eftir löndum eins og þú bendir á. Frægt er þegar fyrrverandi heilbrigðisframkvæmdastjór ESB, John Dalli, var fyrir fáeinum árum sakaður um að hafa látið hlaupadreng sinn bjóða sænskum tóbaksframleiðendum á munntóbaki að lögum yrði breytt til að Svíarnir gætu flutt út snusið sitt til annarra landa - gegn því að fyrirtækið greiddi umtalsverða fjárhæð í "þóknun". Auðvitað var gott hjá Barroso að reka slíkan mann úr embætti, en dæmið og tölurnar úr meðfylgjandi skýrslu sýna að þrátt fyrir góð fyrirheit er spilling alvarlegt vandamál í ESB-ríkjunum og í ESB-stjórnkerfinu.
Sjá skýrsluna hér:
http://ec.europa.eu/dgs/home-affairs/what-we-do/policies/organized-crime-and-human-trafficking/corruption/index_en.htm
Heimssýn, 19.9.2014 kl. 13:00
Miðað við spillinu LÍÚ-klíkunnar og framsjallagreifa - þá er spilling í ESB núll.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2014 kl. 13:06
Ég gerði grein fyrir því í fyrri athugasemd minni hvernig mikil spilling fylgir því að vera með krónu sem gjaldmiðil, hvernig hinir betur settu spiluðu á gengið og högnuðust á kostnað almennings.
Samt sem áður telur Heimssýn að það sé furðulegt að tala um að spilling minnki með ESB-aðild og upptöku evru þegar ekki er lengur hægt að spila á gengið.
En spillingin minnkar einnig af öðrum ástæðum. Lög og reglur ESB og eftirlit draga verulega úr möguleikum á klíkuskap og ýmis konar geðþóttamismunun af hálfu stjórnvalda.
Hvort meiri spilling sé í ESB-löndum í dag en á Íslandi skiptir engu máli í þessu sambandi enda hafa engin rök verið færð fyrir því að með ESB-aðild og upptöku evru færist spilling frá ESB til Íslands.
Annars mælast mörg ESB-lönd með minni spillingu en Ísland skv mælingum Transperancy International. Þetta eru öll hin Norðurlöndin, Holland og Lúxemborg.
Spilling mun sem sagt óhjákvæmilega minnka með ESB-aðild á vissum sviðum án þess að neitt bendi til að hún aukist á öðrum sviðum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 19.9.2014 kl. 14:30
Hvað er orðið langt síðan efnahagsreikningar þeirra voru stimplaðir? Svo snýst fullveldið ekki fyrst og fremst um peninga, eins og Ásmundur lætur. Og kemur þjóðrembu ekkert við. Það vilja bara ekkert allir vera undir stjórn þessara velda.
Elle_, 19.9.2014 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.