Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ragnar Grímsson forseti gleymir tvennu

olafur-ragnar-aramot-2008

Það er rétt hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að evran hefði ekki komið að góðu haldi í hruninu sjálfu. En hann gleymir tvennu. Ef við hefðum verið með evruna á árunum fyrir hrunið hefði vandinn að sumu leyti orðið enn stærri en hann varð.  Bankarnir hefðu að öllum líkindum orðið stærri og ríkið og skattgreiðendur hefðu orðið að taka á sig miklu meiri byrðar en ella.

Í fyrsta lagi verðum við að muna að eftirlitskerfið hér á landi byggðist á samevrópskum reglum. Sjálfsagt hefðu bankarnir miklu fyrr fengið lækkaða bindiskyldu en varð í aðdraganda hrunsins og því getað þanist út fyrr og meir. Þeir kröfðust jú þess að sitja við sama borð og evrópskir bankar hvað það varðar, enda störfuðu þeir samkvæmt þeim ESB-reglum sem við höfðum tekið upp. Krónan var auk þess vissulega hraðahindrun í stækkun bankanna. Með evrunni hefðu þeir getað þanist miklu auðveldar út. 

Í öðru lagi hefðu Íslendingar orðið að fara sömu leið og Írar og aðrar þjóðir þegar kom að viðbrögðum við bankahruninu. Stjórnvöld á Íslandi hefðu orðið að ábyrgjast skuldir bankanna eins og írsk stjórnvöld gerðu, svo dæmi sé tekið. Við munum hvernig evruríkin komu fram gagnvart okkur í Icesave-málinu. Þau vildu að ríkið ábyrgðist skuldir bankanna. Þess vegna var það mikil mildi að neyðarlögin voru sett áður en samvinnan við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hófst (flestir muna jú eftir kröfum ESB-ríkjanna í stjórn AGS um að við myndum ábyrgjast Icesave). Hefðu neyðarlögin ekki verið sett áður en samvinnan við AGS hófst hefðu skattgreiðendur hér á landi ekki aðeins orðið að ábyrgjast Icesave heldur einnig miklu stærri hluta af skuldbindingum íslensku bankanna.

Vitaskuld gefst ekki mikill tími til útskýringa í stuttu sjónvarpsviðtali. Og Ólafur veit þetta alveg sem nefnt er hér að ofan þótt hann hafi ekki getað komið því að í viðtalinu.

Þess vegna er fullyrðingin í fyrirsögninni kannski aðeins of stór. En í ljósi þess sem ýmsir evru- og ESB-sinnar halda fram um að evru- og ESB-aðild hefði bjargað okkur í hruninu er rétt að undirstrika að með evru hefði skuldastaða íslenska ríkisins og skuldbindingar íslenskra skattborgara án efa verið talsvert þyngri en hún er þó í dag.


mbl.is Evran hefði ekki gagnast Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Icesave varð "höfuðlausn" forseta garmsins. Því hlýtur hann að verja þennan þjófnað Sjalla bankans á sparifé útlendinga fram í rauðan dauðann.

"Icelanders are risk takers. They are daring and aggressive. Perhaps this is because they know that if they fail, they can always go back to Iceland where everyone can enjoy a good life in an open and secure society; the national fabric of our country provides a safety-net which enables our business leaders to take more risks than others tend to do."

Presidential quotation, London 2005.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 11:17

2 Smámynd: Elle_

Góði slepptu þessu endalausa níði um forsetann, garmurinn þinn.

Elle_, 28.9.2014 kl. 23:52

3 Smámynd: Elle_

Hvaða þjófnað ertu eiginlega að tala um?

Elle_, 28.9.2014 kl. 23:58

4 identicon

Þvílík öfugmæli.

Það er auðvelt að færa rök fyrir því að evran hefði bjargað okkur frá hruni nema við hefðum farið sérstaklega illa að ráði okkar. 

Skuldir einstaklinga og fyrirtækja hefðu ekki hækkað upp úr öllu valdi heldur þvert á móti lækkað með hverri greiðslu. Það hefði skipt sköpum fyrir almenning.

Ofvöxtur bankanna hefði ekki átt sér stað enda hefðu bankarnir sýnt miklu verri afkomu, jafnvel taprekstur, ef þeir hefðu talið fram í evrum og því ekki getað réttlætt miklar fjárfestingar.

Icesave (og aðrir sambærilegir reikningar) og vaxtamunarinnlán hefðu ekki verið inn i myndinni en hvorutveggja jók mjög rekstrarfé bankanna og stuðlaði þannig að ofvexti þeirra.

Hrun krónunnar, sem að mestu átti sér stað fyrir hrun bankanna, olli mikilli ótrú á íslenskt efnahagslíf og átti þannig mikinn þátt í hruninu.

Virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í aðdraganda hrunsins höfðu einnig áhrif til hækkunar á gengi krónunnar. Allt olli þetta risabólu sem hlaut að lokum að springa með miklum hvelli.

Vegna hrunsins höfum við Íslendingar dregist mjög aftur úr þeim evruþjóðum sem við höfum borið okkur saman við. Skuldir ríkisins eru miklu meiri en á hinum norðurlöndunum og víðar. Vaxtakjör eru miklu verri, bæði innanlands og erlendis, laun lægri, framlegð og landsframleiðsla mun minni.

Samevrópskar reglur um eftirlitskerfið var bara grunnur til að byggja á. Meðan aðrar EES-þjóðir bættu sínum reglum við var ekkert gert hér enda stefna ríkisstjórnarinnar að hafa sem mest frelsi og sem minnst eftirlit.

Það er rangt að ef Ísland hefði verið í ESB með evru, hefði ríkið þurft að greiða skuldir hruninna banka. Margir bankar urðu gjaldþrota í ESB í kreppunni. Lánardrottnar fengu ekkert umfram eignir þrotabúanna eins og í öðrum gjaldþrotum.

Ríkin greiddu ekkert vegna þessara gjaldþrota bankanna hvort sem þau voru með evru eða ekki. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 19:47

5 Smámynd: Elle_

Það er ekki rangt að ef Ísland hefði verið innan vébanda þessa veldis, hefðum við orðið að borga ICESAVE.  Við hefðum verið þvinguð af Brussel og gegn lögum, eins og Írland. 

Elle_, 29.9.2014 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1176861

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband