Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson ítrekar ESB-stefnuna í erlendum fjölmiðlum

Bjarni

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðhera ítrekaði í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina í morgun að það væri stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að vera utan ESB og að evran væri ekki góður gjaldmiðill fyrir okkur Íslendinga.

Bjarni benti enn fremur á að hin þráláta stöðnun sem ríkti í efnahagsmálum evrusvæðisins væri alvarlegt áhyggjuefni og ekkert til að sækjast eftir. 


mbl.is Bjarni: Þurfum ekki aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Bjarni á við er að evran er ekki góður gjaldmiðill fyrir auðmenn.

Með upptöku evru verður ekki lengur hægt að varpa byrðum yfir á almenning með gengislækkun krónunnar.

Og þá verður ekki lengur hægt að flytja fé úr landi þegar krónan er hátt skráð til að flytja hana svo aftur heim á helmingi lægra gengi með 100% ávöxtun.

Þá verður ekki heldur hægt að græða á höftum með því að notfæra sér smugur og mismunun sem seðlabankinn býður auðmönnum upp á. Allt er þetta á kostnað almennings í landinu.

Það er merkilegt að Bjarni skuli komast upp með að segja evru ekki henta Íslandi án þess að færa nein rök fyrir því.

Evran hentar okkur einmitt sérstaklega vel. Hún tryggir hér stöðugleika sem gerir Ísland samkeppnishæft við önnur lönd á óteljandi sviðum.

Atvinna mun því blómstra. Verðbólga verður mjög hófleg, verðtrygging hverfur og vaxtakjör stórbatna, ekki síst ríkisins við útlönd.

Undanfarin ár hefur íslenska ríkið þurft að greiða um þrisvar sinnum hærri vexti á erlendum lánum en hin norðurlöndin.

Merkilegt að almenningur skuli láta þetta ganga yfir sig. Gera menn sér enga grein fyrir að ef við hefðum haft evru hefðu hvorki skuldir einstaklinga né greiðslubyrði hækkað vegna hrunsins?

Gera menn sér enga grein fyrir þeirri gífurlegu lækkun á greiðslubyrði lána sem evran hefði í för með sér? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 14:32

2 identicon

Var að koma frá Spáni við hliðana á okkur var Belgísk fjölskylda

Þau versluðu það mikið að þeim keyptu sér aukatöskur og spurði ég um ástæðuna fyrir þessu 

Hvort það væri ekki sama verðlag á Spáni og Belgíu 

Nei það munar svona heilt yfir ca 25 % ódýrara á Spáni en í Belgíu

þetta voru þeirra orð

sæmundur (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 14:46

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur "Atvinna mun því blómstra." Ok flott, þú getur þá kanski útskýrt fyrir mér hvers vegna Evrulöndin eru þá með 12%+ atvinnuleysi?

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.9.2014 kl. 15:40

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er reyndar mjög misjafnt hve staða atvinnuleysisprósentu er í Sambandslöndum sem eru með alvörugjaldmiðilinn Evru.

Allt misjafnt eftir aðstæðum. Evran per se og samhengislaust hefur engin áhrif á það. Það er samhengið sem skiptir máli. Ííslenska tilfellinu myndi samhengið sennilegast þýða vaxandi og sterkara atvinnulíf til lengri tíma litið vegna óbeinna áhrifa.

Að öðru leiti væri betra að bera saman atvinnuleysi á Íslandi við Færeyja eða Shetlandseyjar o.þ.h. Bera saman eitthvað sambærilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2014 kl. 16:12

5 identicon

Brynjar, atvinnuleysi í evrulöndum er mjög mismunandi allt frá 4.9% í Austurríki upp í 26.7% í Grikklandi. Er það ekki vísbending um að evran hefur minnst með atvinnuleysið í ESB að gera?

Meðaltalið í evrulöndum er 11.8%. Atvinnuleysið er langmest í Grikklandi og á Spáni sem veldur þessu háa meðaltali. 

Ástæður fyrir háu atvinnuleysi í hinum ýmsu evrulöndum eru mismundandi og margvíslegar í hverju landi fyrir sig.

Þau fjögur lönd ESB þar sem atvinnuleysi er minnst eru öll með evru. Þau þrjú lönd Evrópu þar sem atvinnuleysi er mest eru öll utan ESB.

Með krónu sem gjaldmiðil eru erlendir markaðir lokaðir flestum fyrirtækjum. Sveiflur á gengi krónunnar koma í veg fyrir að hægt sé að gera áætlanir um útflutning.

Það sem gefur hagnað í dag getir skilað tapi innan tíðar vegna gengisbreytinga. Með öðrum orðum er rekstarumhverfið ótækt fyrir útflutning.

Gefur það ekki augaleið að þegar 500 milljarða markaður opnast okkur verða til mörg ný atvinnutækifæri? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 16:37

6 Smámynd:   Heimssýn

Ásmundur: Evra hentar ekki Íslandi þar sem hér er hagsveiflan allt annarrar gerðar en á meginlandi Evrópu. Þess vegna hentar ekki sama peningastefna. Ef við hefðum verið með evru fyrir hrunið hefðu bankarnir að líkindum þanist enn meira og auðveldar út auk þess sem evrulöndin hefðu þvingað íslensk stjórnvöld til að taka á sig meiri byrðar og skuldbindingar. Við þekkjum það frá Icesave-umræðunni. Skuldir íslenska ríkisins hefðu þá verið tvisvar til þrisvar sinnum landsframleiðsla og við hefðum verið í verri stöðu en Grikkir.

Það er svo rétt að undirstrika að nú eru allir hagfræðingar í Evrópu búnir að átta sig á því að evran á stóran þátt í skuldamisvæginu og atvinnumisvæginu í Evrópu. Þjóðverjum og fáeinum öðrum þjóðum tókst að halda verðlagi niðri á meðan jaðarþjóðunun tókst það ekki. Fyrir vikið var útflutningsframleiðsla Þjóðverja á mun hagstæðara verði en Ítala og Spánverja svo dæmi sé tekið. Afleiðingin var viðskiptahalli á jaðarsvæðunum en viðskiptaafgangur á í Þýskalandi. Jafnframt varð afleiðingin af þessu aukið atvinnuleysi á jaðarsvæðunum og aukin skuldasöfnun.

Þú ættir nú að vera farinn að skilja þetta, Ásmundur.

Heimssýn, 23.9.2014 kl. 16:59

7 identicon

Heimssýn, hagsveiflan á Íslandi sker sig úr aðeins að einu leyti.

Vegna ónýts gjaldmiðils eru sveiflur hér miklu meiri en annars staðar. Þess vegna er mikilvægt að taka upp evru til að koma á stöðugleika og bæta samkeppnishæfni Íslands.

Að öðru leyti er samsetning efnahagsins mjög mismunandi á milli landa og sker Ísland sig ekki úr að því leyti.

Það kallar á aga í hagstjórn þegar ekki er hægt að breyta gengi gjaldmiðilsins. Þetta gera flestar evruþjóðir án vandræða eins ólíkar og þær eru.

Þeim fáu sem hefur mistekist verða að líta í eigin barm. Óttast Heimssýn að Ísland verði eitt af skussunum, ófært um að læra af reynslu hinna?

Það er auðvelt að færa rök fyrir því að ofvöxtur bankanna hefði ekki getað orðið svona mikill með evru.

Með evru hefðu vextir verið miklu lægri. Icesave og vaxtamunaviðskipti hefðu ekki verið möguleiki allavega ekki að ráði. Ráðstöfunarfé bankanna hefði því orðið miklu minna.

Vegna þess að bankarnir töldu fram í ísl krónum með ofurhátt gengi sýndu þeir hagnað þó að uppgjör í evrum hefði sýnt tap. Taprekstur hefði ekki réttlætt allar þessar fjárfestingar og því hefði vöxturinn orðið minni.

Þegar hrunið var yfirvofandi breytist þetta. Þá sáu bankarnir sér hag í að telja fram í evrum því að það kom betur út í ársreikningi eftir hrun krónunnar.

Evrulöndin hefðu aldrei getað þvingað Ísland. Þeir hefðu hins vegar getað sett skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð. Með krónu fengum við hins vegar enga fjárhagsaðstoð ekki einu sinni með skilyrðum.

Með evru hefðu lán ekki hækkað upp úr öllu valdi vegna hrunsins. Þau hefðu ekkert hækkað. Það er því ólíku saman að jafna hve miklu betur okkur hefði reitt af með evru. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 18:43

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur og Ómar, Ásmundur Gerðist sekur um að fullyrða að allt yrði betra með Evru og að halda því fram að Evra væri í raun töfralausn, sem hún er eðli málsins ekki eins og Ómar kemur inná og skýtur fullyrðingar Ásmundar á kaf.

 Ámundur "Vegna ónýts gjaldmiðils eru sveiflur" Hér gerir þú þig sekan um að uppvísa um fáfræði þína. Gjaldmiðlar(peningar) eru ekki vélar heldur mælieining á verðmæti, sveiflur eru tilkomnar vegna þess að hér er Mikill útflutningur og mikill innflutningur að ógleymdri skuldastöðunni.

"Ástæður fyrir háu atvinnuleysi í hinum ýmsu evrulöndum eru mismundandi og margvíslegar í hverju landi fyrir sig." Já og er að stórum hluta tilkomið vegna þess hve vel/illa Evran hentar hverju landi fyrir sig, en evran er í raun bara uppvakningur af Markinu sáluga. Ástæðan fyrir því að mikið atvinnuleysi er viðvarandi í sumum löndum td Grikklandi og Spáni er að hagkerfi þeirra er of ólíkt því Þýska. Ef þú ættir að og bera saman hagkerfi Íslands saman við hagkerfi hinna landa Evrunnar, Hvað löndum myndi Ísland líkjast? Málið er eins ólíkt því þýska og mögulegt er en erum svipaðir Spáni og Grikklandi og því myndum við fljótt lenda á sama stað og þau tvö lönd.

"Með krónu sem gjaldmiðil eru erlendir markaðir lokaðir flestum fyrirtækjum. " Helvítis kjaftæði hvaða fyrirtæki sem er getur haslað sér völl hvar sem er, að því gefnu að það hafi eitthvað að bjóða sem kúnninn vill og hefur áhuga að kaupa 

 "Það sem gefur hagnað í dag getir skilað tapi innan tíðar vegna gengisbreytinga." Ok og hvernig gengur þjóðunum við miðjarðar haf?

"Gefur það ekki augaleið að þegar 500 milljarða markaður opnast okkur verða til mörg ný atvinnutækifæri?  " Búa 500 MILJARÐAR í Evrópu? Ég hélt að þeir væru ekki nema 500 miljónir? En hvað um það, Hvort er stærra, 7miljarðar eða 500 miljón? Við erum nú þegar á innri markaði Evrópu 

Brynjar Þór Guðmundsson, 24.9.2014 kl. 07:06

9 identicon

Að kalla þær þjóðir sem hefur gengið illa með evru jaðarþjóðir er villandi enda eiga þær fátt sameiginlegt annað en að hafa brugðist í að aðlagast evru.

Það sem einkennir þær er að þær hafa allar lifað um efni fram. Td hafa laun á Ítalíu hækkað miklu meira en laun í Þýskalandi án þess að landsframleiðsla hafi gefið tilefni til þess.

Mörgum raunverulegum jaðarþjóðum hefur gengið prýðilega með evru og hafa því afsannað þessa kenningu.  

Hvort sem þjóðir eru með evru eða sér gjaldmiðil er afar mikilvægt að lifa ekki um efni fram.

Ef það gerist er hægt að bjarga sér fyrir horn tímabundið með gengislækkun á eigin gjaldmiðli með gífurlegum tilkostnaði í formi fjármagnstilfærsla og verðbólgu.

Þannig er möguleiki á gengislækkun of mikil freisting fyrir margar þjóðir og kemur í veg fyrir bætt lífskjör.

Á Íslandi er gengislækkunarúrræðið sérstaklega skaðlegt vegna mikilla sveiflna á gengi krónunnar.

Þannig er skaðinn meiri en batinn sem gengislækkuninni er ætlað að koma á eins og seðlabankinn impraði á í skýrslu sinni.

Það er auðvitað bull að allir hagfræðingar Evrópu séu sammála um að evran eigi stóran þátt í skulda- og atvinnumisvæginu í Evrópu enda er það síst meira nú en fyrir tilkomu evru. 

Spurningin um upptöku evru á Íslandi er því spurning um hvort við erum tilbúin til að laga okkur að veruleika evrunnar til að öðlast þann gífurlega ávinning sem henni fylgir eða hvort við séum einfaldlega of miklir aular til þess.

Allt veltur þetta á að velja hæft fólk til starfa, bæði stjórnmálamenn og embættismenn. Enginn skortur er á hæfileikafólki á Íslandi en ekki er víst að við berum gæfu til að velja það.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 08:18

10 identicon

500 milljónir átti þetta auðvitað að vera.

Evran er engin töfralausn. En hitt er annað mál að það væri gífurlegur fengur í upptöku hennar á Íslandi ef við stöndum rétt að málum.

Helsta áhyggjuefnið er hins vegar að ekki verði tekið tillit til þess breytta veruleika sem fylgir evrunni. Þá getur farið illa tímabundið. Þess vegna er afar mikilvægt að þjóðin vandi sig í kosningum.

Vegna þess hve slæmt ástandið er megum við þó ekki missa af þessu tækifæri. Aðrar örþjóðir hafa gefist upp á að hafa eigin gjaldmiðil vegna mikilla gengissveiflna og mikillar verðbólgu. Þær hafa orðið að taka einhliða upp evru eða dollar með þeim göllum sem því fylgir.

Við erum hins vegar í þeim einstöku aðstæðum að geta tekið upp evru sem verður okkar eigin gjaldmiðill með því öryggi sem því fylgir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 08:39

11 identicon

Brynjar, ég held að þú getir betur ef þú bara hugsar sjálfstætt.

Þú hlýtur að skilja að útflutningsfyrirtæki geta ekki búið við það að hagnaður snúist skyndilega í tap vegna mikilla gengissveiflna.

Framleiðsla kostar mikið í stofnkostnað. Mann fara ekki út i slíkan stofnkostnað við þessar aðstæður. Þess vegna er 500 milljóna markaður lokaður okkur á flestum sviðum.

Það eru engin rök fyrir því að evran henti ekki öllum ríkjum sem skilja hvað upptaka hennar þýðir og eru tilbúin til að breyta eftir því.

Að telja evruna henta sérstaklega fyrir Þýskaland er aðeins hluti af þeirri paranoju sem einkennir umræðuna af hálfu ESB-andstæðinga.

Það er með ólíkindum að þjóð sem býr við eina hæstu vexti í heimi vegna gjaldmiðilsins og er nýbúinn að upplifa miklar hækkanir á eigin lánum einnig vegna gjaldmiðilsins skuli ekki fyrir löngu vera búin að heimta evru.

Getur verið að erfiðleikarnir hafi gert fólki ókleift að hugsa rökrétt?

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 08:59

12 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur, Ég held ég hafi aldrei séð jafn innihaldslausa langloku á allri minni æfi en jæja "Þess vegna er 500 milljóna markaður lokaður okkur á flestum sviðum" Erum við ekki í EES?

 "Að telja evruna henta sérstaklega fyrir Þýskaland " Evran hentar löndum sem hugsa og haga sér eins og Þýskaland, komdu með dæmi um þjóð sem hagar sér eins og Ísland, Grikkland eða Spánn og hefur það gott.

 "Að kalla þær þjóðir sem hefur gengið illa með evru jaðarþjóðir er villandi" Hvar kallaði ég þær Jaðarþjóðir? En fyrst þú opnaðir á þetta þá vegnar þjóðum verr eftir því sem þær eru fjær Berlín, flott hjá þér að taka eftir því.

Brynjar Þór Guðmundsson, 24.9.2014 kl. 12:36

13 identicon

Brynjar, það er ekki nóg að vera í EES þegar gjaldmiðillinn er ónýtur.

Værir þú til í að leggja tugi eða hundruð milljóna í að stofna fyrirtæki þegar gengið er hagstætt og búa við að það verði svo að leggja upp laupana, jafnvel verða gjaldþrota, vegna gengisbreytinga?

Eða áttarðu þig kannski ekki á því að gengishækkun krónunnar hækkar framleiðslukostnað sem hæglega getur leitt til tapreksturs?

Fleira dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja vegna krónunnar eins og lánafyrirgreiðsla og vaxtakjör erlendis.

Fyrir fáeinum árum varð td Ölgerðin að hafna erlendum samningi upp á hundruð milljarða vegna gengisáhættu. 

Þú ættir að lesa innleggin betur áður en þú svarar þeim. Ég var að svara Heimssýn varðandi jaðarþjóðir og benti á að þjóðum sem hefur mistekist að aðlagast evrunni eiga það sameiginlegt að hafa lifað um efni fram.

Margar þjóðir á jöðrum Evrópu eru einmitt í góðum málum með evru eins og td Finnland og Malta. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 14:06

14 identicon

Í stað Gengishækkun krónunnar hækkar framleiðslukostnað... komi Gengishækkun krónunnar lækkar útflutningstekjur i krónum.

Hagnaður getur því hæglega snúist upp í tap.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 14:15

15 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur, "Værir þú til í að leggja tugi eða hundruð milljóna í að stofna fyrirtæki " Já, og geri og hef gert og kem til með að gera það áfram í fyrirsjáanlegri framtíð. Og þannig að það komi fram að mesta tap sem ég hef lent í var vegna lélegrar reglugerðar frá ESB kennd við Basel.

 "Eða áttarðu þig kannski ekki á því að gengishækkun krónunnar hækkar framleiðslukostnað sem hæglega getur leitt til tapreksturs?" Þú getur lent í vandræðum vegna skattahækkunar, reglubreytinga á umbúðum eða vegna mikils atvinnuleysis(sem er í raun skattahækkun).

Finnland(sem er ekki langt frá Berlín) með 8,5% og malta með 5,7% verður seint talið gott, og sjáðu nú til, þegar "Atvinna mun því blómstra." hefði maður haldið að það besta sem evrulandið hefur uppá að bjóða hlyti að vera betra http://www.statista.com/statistics/268830/unemployment-rate-in-eu-countries/ Sér í lagi þegar landið með "ónýtan gjaldmiðil" er með 4,7%

"Ég var að svara Heimssýn varðandi jaðarþjóðir" Þeir hafa bara ekki verið að svara þér, enda ert þú í raun ekki svarverður og því er ekki hægt annað en að líta á þetta sem léleg eftirá hentirök og úr því stendur enn það að þú sért í raun búinn að átta þig á að

"En hitt er annað mál að það væri gífurlegur fengur í upptöku hennar á Íslandi ef við stöndum rétt að málum." Og hvernig ætlar þú að standa þannig að málum, á að taka Sovétt á þetta með úthlutunum til að koma í veg fyrir að fólk hafi val? Hagsveiflunar eru að stórum hluta kominn til vega innflutnings og útflutnings. Gjaldmiðlar(peningar) eru ekki vélar heldur mælieining á verðmæti, sveiflur eru tilkomnar vegna þess að hér er Mikill útflutningur og mikill innflutningur að ógleymdri skuldastöðunni. Eða ert þú að fara að halda því fram að það breytist við upptöku Evru? Hagsveiflur munu ekki hverfa, í stað gengislækkunar

 "Spurningin um upptöku evru á Íslandi er því spurning um hvort við erum tilbúin til að laga okkur að veruleika evrunnar" Nákvæmlega, ég sé hinsvegar Íslendinga ekki fara að koma til með að gera það á mínum líftíma né barna minna og þá mun evran refsa okkur með að taka frá okkur störfin og framtíðina líkt og gerst hefur í löndum sem hugsa svipað og við

Brynjar Þór Guðmundsson, 24.9.2014 kl. 19:25

16 identicon

Brynjar, hve mörg útflutningsfyrirtæki hefurðu stofnað með tuga eða hundruða milljarða stofnkostnaði, sem hafa svo lagt upp laupana eftir að gengi krónunnar hækkaði og kippt rekstrargrundvellinum undan þeim?

Hve marga tugi eða hundruð milljarða hefurðu tapað á þessum ævintýrum?

Getur verið að þú sért að kenna ESB um þá annmarka sem fylgja krónunni og áttir þig ekki á að þeir hafa ekkert með ESB að gera. Þeir hverfa með upptöku evru.

Aðlögun að evru tekur stuttan tíma ef menn vita hvað þeir eru að gera. Þetta er bara spurning um að gera sér grein fyrir hvað felst í upptöku evru.

Þeir, sem mistókst aðlögunin, virðast hafa haldið að evran væri töfralausn sem þeir þyrftu ekki að skipta sér af, ESB sæi alfarið um hana.

Andstæðingar ESB virðast sama sinnis og láta eins og það hafi komið þeim verulega á óvart að evran er engin töfralausn. Hún er hins vegar mikill happafengur ef rétt er farið með hana.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 20:41

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Frelsarans raunverulega kærleikans/friðarins slóð er falspeningastráð um allan heim.

Og NATÓ-hertökubandalagið villimannslega ætlar að frelsa mankynið frá óréttlæti og brjálæði, með því að halda áfram að hertaka og drepa. Minni á að Hitler og Stalín voru líka sjúk fórnarlömb brálaða Mammon-djöfulsins á jörðinni.

Þegar NATÓ er annars vegar, þá er ekki spurt um gjaldmiðla né réttátlega fenginn hagnað. Fólk í öllum stéttum er kúgað/hótað til að ganga Mammonsdjöfulsins slóð, í alls kyns leikrita-kúgunarstöðum og embættum.

Þetta er gamla uppskriftin að útrýmingaraðferðum seinni heimsstyrjaldarinnar, og framkvæmd af heimsbankaræningjum og NATÓ! Nú er það guðlausa Mammoninternetið sem á að innleiða í heimsbankaeinokunar-veldi heimsins. Þáð á að auðvelda einokunina og afskriftir á manneskjum jarðarinnar.

Ég bið almættið algóða um að frelsa mankynið allt á jörðinni frá útrýmingar-Mammonsdjöfulsins peningaguði jarðarinnar.

Meir er ekki hægt að segja um fjölmiðlamafíu-framgang mála í heiminum í dag.

Vill almenningur heimsins enn og aftur feta í fótspor brjálæðinganna Hitlers og Stalíns, sem gerðir voru skipulega út af bankaræningjadjöflavöldum jarðarinnar?

Ef svo er, þá er aðeins almættið góða sem getur á einhvern hátt hjálpað! Og vissulega þurfa svikararnir á valdatoppi heimsmafíupíramídans mest á hjálp að halda, því þeir eru helsjúkustu mannskepnudýrin á jörðinni!

"Samkeppnislög" heimsmafíueinokunarbankanna/heimsmafíueinokunarfjölmiðlanna ná aldrei að breyta plani Mammonsdjöfulsins bankarænandi á friðsaman hátt, nema með fyrirbænum um kærleika og frelsi fyrir alla jafnt.

Hugarfarsbreyting heimsmafíunnar breytist ekki án kærleiksfyrirbæna fyrir þeirra valdamestu og þeirra helsjúka huga.

Frelsisins kærleiksraunverulega slóð er eina siðmenntaða færa slóðin að friði, og það ættu núverandi einokunar-heimsbankaráðamenn/eigendur að skilja, ef þeir eru með einhverju siðmenntuðu og heilbrigðu viti. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.9.2014 kl. 21:04

18 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ásmundur "Hve marga tugi eða hundruð milljarða" ertu að missa þig í mikilmenskubrjálæðinu? Þeir eru fáir sem hafa hundruði miljarða

 "það hafi komið þeim verulega á óvart að evran er engin töfralausn." Það hefur ekki komið neinum á óvart fyrir utan ESB sinna enda hefur Evran alltaf verið semd með því að allt verði svo miklu betra, sem og þú ert að gera hér. Staðreyndinn er hinsvegar sú að hagsveiplurnar sem stjórna evrunni eru ekki í nokkrum tagt við það sem gerist hér og því myndi evran ekki hjálpa okkur neitt, einungis valda óþarfa atvinnuleysi og sköttum sem ekki nokkur maður/fyrirtæki gæti staðið undir sómasamlega

"Getur verið að þú sért að kenna ESB um þá annmarka sem fylgja krónunni " Ég tapaði 11 miljónum á Basel reglugerðinni, Það kom frá brussel/ESB. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.9.2014 kl. 07:07

19 identicon

Brynjar, manstu ekki stundinni lengur hverju þú svarar?

"Já, og geri og hef gert og kem til með að gera það áfram í fyrirsjáanlegri framtíð."

Þetta var svar þitt við spurningu minni um hvort þú værir tilbúinn til að leggja tugi eða hundruð milljarða í útflutningsfyrirtæki sem síðan lenti í taprekstri vegna gengisbreytinga.

Er ekki allt í lagi með þig?

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 73
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 652
  • Frá upphafi: 1116845

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 572
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband