Leita í fréttum mbl.is

EES er aðeins brot af ESB

regulationsÞví er haldið fram að Ísland sé svo gott sem í ESB þar sem landið sé bundið af EES-samningnum. Það er fjarri sanni. EES-samningurinn tekur ekki nema til um 10 prósenta af því sem fylgir ESB-aðild. Á tíu ára tímabili frá 2000 til 2009 voru 3.119 gjörðir samþykktar sem hluti af EES-samningnum. Á sama tíma voru samþykktar samsvarandi 34.733 gjörðir tengdar ESB. EES var sem sagt 9% af ESB.

Þótt það hafi verið hugsunin með EES-samningnum að koma Íslandi og öðrum EES-ríkjum hljóðlega bakdyramegin inn í ESB erum við að mestu laus við reglugerðarfargan ESB. Við höfum enn stjórn á utanríkis- og öryggismálum okkar, við stýrum enn sjálf helsta auðlindagrunni okkar, fiskimiðunum, og við höfum enn stjórn á landbúnaði okkar. Við erum laus við evruna, myntina sem á stærstan þátt í því að 25 milljónir manna eru atvinnulausar í ESB-ríkjunum. Með evru hefði bankakerfið á Íslandi stækkað enn meira og hraðar, bankakreppan orðið stærri og ríkið hefði verið þvingað til að ábyrgjast mun stærri hluta af skuldum bankanna. Gleymum ekki þeim einbeitta ásetningi leiðtoga ESB-ríkjanna í bankakreppunni að fá skattgreiðendur til að ábyrgjast skuldir bankanna likt og gerðist á Írlandi. Krónan hjálpaði okkur að koma efnahagsmálunum í betra horf og er nú svo komið að hagvöxtur er einna mestur á Íslandi af öllum Evrópulöndum.

Íslensk þjóð á það skilið að hún ráði sínum málum sjálf en ekki fámenn framkvæmdastjórn ESB sem hefur nánast einkarétt á því að leggja fram lagafrumvörp í ESB. 

Tryggjum lýðræðið, tryggjum sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar - höldum okkur utan ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, verra gæti það verið! 

En hvers konar viðskiptasamningur á milli þjóða krefst þess að annar aðilinn samþykki samtals 3119 "gjörðir" af hálfu hins á aðeins áratug? 

Eða er þetta ef til vill gagnkvæmt eins og vera ber?  Fátt er um spurnir af slíku. 

Kolbrún Hilmars, 29.11.2014 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 117
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 2526
  • Frá upphafi: 1165900

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 2191
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband