Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-samninginn?

ees_logoUmræða um EES-samninginn er vaxandi í Noregi. Norðmenn fengu ekki að kjósa um samninginn á sínum tíma. Þótt samningurinn sé ekki nema mjög lítill hluti af ESB-regluverkinu og aðeins hluti ESB-reglna hverju sinni verði hluti af EES þá bætist við samninginn ár frá ári. Nú er svo komið að verkalýðshreyfingin í Noregi hefur vaxandi efasemdir um samninginn og þá sérstaklega hvernig hann þenst út.

Enn sem komið er styður meirihluti Norðmanna EES-samninginn. Æ fleiri vilja hins vegar spyrna við fótum gegn ýmsum nýjum tilskipunum sem hafa áhrif á norskt samfélag. Meginhreyfingin í Noregi er því í þá veru að staldra beri við og taka ekki sjálfkrafa upp allar tilskipanir sem frá ESB-koma. Minnihluti Norðmanna vill svo segja upp sjálfum samningnum. Í Osló er hafin söfnun undirskrifta í því skyni að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu heyrist æ oftar og víðar. Því sjónarmiði hefur vaxið fiskur um hrygg að þjóðir eigi að fá að ákveða um mál sem miklu skipta í beinni kosningu. Er kannski komin ástæða til þess að ræða það frekar hér á landi hvort rétt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2014 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1188531

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 2171
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband