Leita í fréttum mbl.is

Áramótaheitið er .......

Það er alveg ljóst að áramótaheit allra unnenda þess að Íslandi verði lýðræðislega stjórnað af Íslendingum sjálfum er að herða nú róðurinn á nýju ári gegn hægfara en stöðugri ESB-væðingu hér á landi og krefjast þess að hin illa undirbúna umsókn um aðild að ESB verði dregin til baka.

Á Evrópuvaktinni var í dag birtur athyglisverður pistill um efnið. Hann er svohljóðandi:

Í áramótagreinum forystumanna stjórnarflokkanna, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar, í Morgunblaðinun í dag, er ekki að finna orð um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eða vísbendingar um hvað þeir ætlist fyrir með þá umsókn. Þetta veldur vonbrigðum. Ætla hefði mátt að þeir, hvor um sig, hefðu talið tilefni til að upplýsa nú, hvort þeir hyggist hafa forgöngu um að afturkalla þá umsókn. Þeir hafa ekki séð tilefni til þess. Að vísu á eftir að koma í ljós, hvort forsætisráðherra gerir málið að umtalsefni í ávarpi sínu til þjóðarinnar í kvöld, gamlárskvöld.

Andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa haldið að sér höndum frá því að stjórnarflokkarnir gáfust upp við það sl. vor, að afgreiða tillögu utanríkisráðherra á Alþingi um afturköllun umsóknar.

Nú er ljóst að þeir geta ekki beðið lengur og eiga ekki annan kost en að hefja virkari baráttu fyrir því að málið verði tekið til meðferðar á Alþingi. Það hlýtur að verða eitt helzta verkefni andstæðinga aðildar á nýju ári.

SG

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 968221

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband