Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakönnun um ESB

Það getur verið fróðlegt og skemmtilegt að taka þátt í skoðanakönnunum og sjá niðurstöður þeirra. Á þessum fagra sunnudagsmorgni hefur því verið ákveðið að setja eina litla í loftið hér á þessum vef. Hún er sýnileg hér að ofan og til hægri við þennan texta. 

Hér er spurt um afstöðu til þess um hvað hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að vera ef ein slík yrði haldin um afstöðu til málefna er varða ESB. Þrír kostir eru valdir að þessu sinni. Í fyrsta lagi um afstöðu til inngöngu Íslands í ESB, í öðru lagi um afstöðu til þess að staðfesta að viðræðum við ESB sé lokið og í þriðja lagi um afstöðu til þess að hefja viðræður að nýju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil alls ekki fara í ESB.

Ég er með því að staðfersta að viðræðum við ESB sé lokið.

Ég vil alls ekki hefja viðræður að nýju, bara tíma og peningasóun.

Kristrún Árný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 14:32

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Svokallaðir viðræðusinnar virðast halda að síðasta Ríkisstjórn SF og VG hafi fest það í landslög að Ísland skyldi vera umsóknarríki að ESB um aldur og ævi.  

Svo var auðvitað ekki því þessi þyngsályktunartillaga f.v. Ríkisstjórnar um aðildarviðrður við ESB var ekkert annað en viljayfirlýsing þáverandi þingmanna SF og VG um  að Ríkisstjórn þeirra ætlaði að taka upp viðræður með fyrirvörum við ESB um hugsanlega aðild. 

Flestir þessara þingmanna féllu af þingi í síðustu kosningum og báðir fyrrverandi stjórnarflokkar biðu þar sögulegt kosninga afhroð. 

Að ætlast nú til þess að núverandi stjórnarflokkar haldi úti óbreyttri utanríkisstefnu fyrrverandi ríkisstjórnar vegna þessarar viljayirlýsinga þeirra er andstætt þingræði og lýðræði ! 

En lýðskrumsflokkarnir sem þrisvar sinnum voru á nei takkanum og neituðu beinni aðkomu þjóðarinnar að ESB málinu á síðasta kjörtímabili er söm við sig.

Gunnlaugur I., 15.3.2015 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband